Fyrir u.þ.b ári síðan byrjuðu dætur mínar að suða um að fá hamstra, og eftir miklar pælingar þá þá var það látið eftir þeim hálfu ári seinna að fá dverghamstra.
Ég er ekkert svakalega hrifin af þessum dýrum og hef ekkert vit á þeim enn við sættumst á dverghamstrana af því okkur var sagt að þeir þyrftu minna búr og það væri minni sóðaskapur af þeim, þannig að það voru ægilega glaðar 8.ára stelpur sem fóru með alla peningana sem þær höfðu safnað útí gæludýrabúð að kaupa sér tvo dverghamsta og fylgihluti.

Núna 6.mánuðum seinna eru litlu dverghamstarnir okkar orðnir RISA stórir, þeir geta ekki komist í húsið sitt lengur og það er langt síðan að þeir hættu að geta komist í hlaupahjólið og búrið er að verða of lítið.
Fyrir nokkrum dögum fór ég í aðra gæludýraverslun og sá þar nokkrar gerðir af hömstrum og meðal annars venjulega hamsta og dverghamstra og mér til mikilar undrunar komst ég að því að dverghamstarnir okkar eru bara ekkert dverghamstrar, bara venjulegir hamstar.

Ég er kannski svo skrítin en ég geri þá kröfu að starfsfólk þessara verslana viti hvað það er að selja manni og er hundfúl yfir að hafa verið blekkt svona, að sjálfsögðu þykir dætrum mínum vænt um þessi kvikindi sín enn eru strax farnar að suða um að fá dverghamstra líka, því að ég neyðist víst til að kaupa stærra búr fyrir hina og þá eigum við eitt tómt :(

Kv. EstHe
Kv. EstHer