GREIND DÝRA

Í nýlegum samanburðarrannsóknum á greind dýra sem gerðar voru á Rannsóknarstöðinni að Keldum kom ýmislegt forvitnilegt í ljós. Prófuð voru 105 dýr úr íslenskri náttúru og greind þeirra mæld.

Fjölmargir þættir voru kannaðir og var m.a. prófað í því að rata gegnum völundarhús, þekkja afkvæmi sín og léttum hugarreikningi.



Nr. DÝR UMSÖGN DÓMNEFNDAR
1 Hundur Eldklár, áhugasamur og umfram allt samviskusamur
2 Köttur Tapaði óvænt fyrir hundinum í kotru
3 Refur Kjaftaði sig upp í þriðja sætið
4 Hrafn Áberandi skemmtilegur
5 Fálki Mjög sjálfhverfur, en sanngjarn
6 Kýr Þóttist bara vera heimsk
7 Minkur Ólæs, en ákaflega músíkalskur
8 Hagamús Sýndi mikla tilfinningagreind
9 Rotta Vann vel undir álagi
10 Geitungur Virkilega vel gefinn, skemmtilegur og heiðarlegur
11 Haförn Leiðinlegur til lengdar, en óneitanlega klókur
12 Smyrill Snjall en óvandaður
13 Hámeri Gat pissað standandi
14 Þorskur Býsna gott auga fyrir arkitektúr
15 Hringanóri Gáfaðri en venjulegur selur, en ofboðslega væminn
16 Geit Væri ofar hefði hún ekki reynt að svindla
17 Háhyrningur Augljóslega ofmetinn; montinn og illgjarn
18 Lómur Gat ekki sýnt sitt rétta andlit sökum eineltis
19 Ýsa Átti erfitt með að fara með kveðskap eftir minni
20 Flundra Feimin, en með sterka nærveru og mikla skipulagshæfileika
21 Búrhvalur Heiðarlegur og með gott viðskiptavit
22 Hænsn Mjög áhugasöm og snögg að tileinka sér nýja tækni
23 Lúða Sýndi sorgarviðbrögð
24 Álft Átti í miklum erfiðleikum með að halda augnsambandi
25 Skúmur Grunsamlegur - mjög grunsamlegur
26 Spói Klár, en ósamkvæmur sjálfum sér
27 Bleikja Full trúgjörn
28 Rykmaur Kom á óvart með yfirgripsmikilli þekkingu á efnafræði
29 Tindabykkja Þekkti litina
30 Brandugla Dálítið hranaleg en með ríka réttlætiskennd
31 Sléttbakur Reyndi ítrekað að hafa mök við spyrilinn
32 Húsamús Óvitlaus en vantaði alla þolinmæði
33 Hníðir Lagði lóminn í einelti
34 Rostungur Afar meðvitaður um almennt hreinlæti
35 Svín Kommúnisti
36 Þykkvalúra Dónaleg
37 Geirnyt Mjög skapvond
38 Bjartmáfur Hélt að hann væri Skúmur
39 Skrofa Alltaf í góðum fíling
40 Mjaldur Gæti náð árangri sem landdýr
41 Starri Gat ekki setið kyrr
42 Makríll Lærði að lesa á klukku, en lagðist á afkvæmi rostungsins
43 Álka Áhugalítil og ófélagslynd
44 Steypireyður Gat lagt saman prímtölur, en át afkvæmi sín í kjölfarið
45 Útselur Kunni að telja upp að fjórum
46 Landselur Kunni að telja upp að fjórum á dönsku
47 Beinhákarl Horfði á sjónvarp, en virtist ekki fá mikið út úr því
48 Hestur Gersamlega óþolandi
49 Síld Mikil félagsvera
50 Sæbjúga Mjög gott rúmskyn og þróað brageyra 51 Brekkusnigill Samkynhneigður
52 Hrossafluga Kom skemmtilega á óvart í óhlutbundinni hugsun
53 Hornsíli Ætti skilið að vera enn neðar í fæðukeðjunni
54 Sauðkind Því miður, því miður
55 Ígulker Sýndi litla svörun, en ótvíræða reiknihæfileika
56 Haftyrðill Skuldaði meðlög út um allan bæ
57 Langreyður Afar næm á stærðfræði og mikill sælkeri
58 Nykur Eina þjóðsagnaveran sem var mæld. Hress en mjög treg
59 Íslenskur fjárhundur Mestu vonbrigðin, þó gáfaðri en meðalbóndi
60 Túnfiskur Óvitlaus og afar ljúffengur
61 Húsfluga Stóð sig vel miðað við skordýr
62 Krossfiskur Gaf merki um eftirsjá
63 Lýsingur Illa lesinn
64 Snigill Tækifærissinni
65 Lax Hrifinn af fallegum litum
66 Hreindýr Brosmild
67 Brandönd Mjög ofbeldishneigð
68 Óðinshani Nútímalega þenkjandi en eilítið einþykkur
69 Kjói Hafði sjúklegan áhuga á eigin hægðum
70 Blárefur Sýndi litla svörun, hugsanlega útlendingur
71 Sendlingur Tvímælalaust einlægasta dýrið
72 Sanderla Úrræðagóð þrátt fyrir takmarkaðar gáfur
73 Flórgoði Vandvirkur
74 Naut Gáfulegur - en, jú … nautheimskur
75 Urriði Ágætur lygari
76 Murta Hafði háþróaða samskiptatækni, en gat ekki notað hana
77 Marfló Kom á óvart, afar fundvís
78 Rjúpa Ákaflega taugaveikluð og keðjureykti
79 Dverghumar Lærði að dansa línudans, en át afkvæmi sín í kjölfarið
80 Býþjór Metnaðarfullur, en lesblindur
81 Silfurskotta Áhugasöm
82 Skógarþröstur Skilningsríkur, en mjög takmarkaður
83 Áll Vinsælasta stúlkan
84 Rækja Þekkti afkvæmi mjaldursins, en át sín eigin
85 Hringönd Full af komplexum gagnvart flórgoðanum
86 Stuttnefja Óþægilega laglaus
87 Kúskel Ekki mikið í gangi hjá henni
88 Dordingull Meðvitaður um eigin takmörk
89 Höfuðlús Stamaði
90 Sefgoði Þekkti illa eigin afkvæmi, en át þau ekki
91 Hringormur Sýndi ekki svörun nema hann væri titlaður ‘doktor’
92 Hunangsfluga Með ríka kímnigáfu
93 Fýll Mjög veikur fyrir harmonikkutónlist
94 Hettumáfur Sjálfumglaður og barnalegur
95 Fíll Mætti í vitlausa könnun
96 Trjónukrabbi Þekkti maka sinn, en át hann
97 Dvergsvanur Ekkert sjálfstraust
98 Kúhegri Gleymdi ítrekað hvernig á að fljúga
99 Ánamaðkur Sýndi merki um forvitni
100 Beitukóngur Engin viðbrögð, nema helst við raflosti
101 Lundi Skelfilega heimskur, þrátt fyrir fallegt nef
102 Gaddþvari Í tómu rugli, alltaf
103 Sullur Ósköp lítið um að vera
104 Armslanga Reyndi að éta sjálfa sig
105 Hrúðurkarl Ekkert í gangi, EKKERT!