Pabbi keypti sér Dísar fugl í mars í fyrra. [2005]
og við kláruðum að handmata hana.
Við áttum alveg eins fugl áður en hann flaug útum gluggann í óveðri og týndist.
En nýji fuglinn sem skýrt var Tweety því við vorum ekki viss um kynið, var og er svakalega gæfur. Hún beit ekkert því við fengum hana svolítið unga og núna bítur hún okkur ekki og það er eins og hún kunni ekki að bíta. hún er svolítið mannshrædd en við erum eiginlega alltaf með búrið opið og erum með svona trjágreinar fyrir ofan og svo kynntist hún fugli. Dísarfugli, það var óvisst um bæði kynin en svo gekk ég inná fuglana “búa til egg” og þá komst í ljós að þetta voru karl og kona :) en ekki var visst hvort væri hvað :') en það komst í ljós þegar Tweety verpti fyrsta egginu !
Hún verpti 4 eggjum, og þau skiptust á að sitja, en hún hætti að sitja á þeim viku fyrir að þau myndu klekjast þannig að það var ekkert úr því.
Það vantaði líka varphús. Það var búið að panta og það myndi koma næsta dag en mér fannst tweety svo slöpp og hún var alltaf útí horni og svo var hún með svona kúlu rétt hjá stélinu að ég lét lítin kassa með sagi þangað inn og hún verpti í hann og svo næsta dag kom varphúsið þannig að það var svolítið seint. En hún verpti aftur og í þetta sinn í varphúsið ! ;) og Mér finnst Karlfuglinn vera duglegri að sitja eggjunum.. ;)
og núna er 7.feb og það er búist við eggjunum eftir 1-2 daga að klekjast :D
Við ætluðum fyrst að handmata sjálf en erum að spá í að leyfa fuglunum tweety&búdda að hugsa um þau og svo ætlum við að selja.
En samt komu bara 3 egg.
Ég vona að öll lifi og allt gangi í haginn :D
þetta er svona smátterí saga um Tweety og kannski sendi ég fleiri greinar um ungana þegar þeir klekjast :)

Takk fyrir mig
he's very sexy