Einu sinni eða tvisvar á ári förum við (ég, mamma, afi, og frænka mín sem ég , stundum einhverjir fleirri líka) að skoða fugla og fuglalífið þar sem afi minn átti heima. Á þessum stað er mikið af Fýlum, Mávum, Lundum, Kríum, svartbakki og fleirri fuglum. (ég er ekki fuglaprófesor svo ég get ekki talaið alla fuglana upp!!) Á þessum stað er frábært að vera. Fuglarnir eru svo flottir. svo förum við út í eyju. Þar er allt krökt af æðarkollum og Lundum. Það er rosalega flott að labba þar um og skoða fuglalífið. Frændi minn hann aggar og frænkur mínar þær katt og coolboy þau komu einu sinni með. það var rosastuð. Aggar er rosa góður í að þekkja fugla. Stundum höldum við (ég , Katt og coolboy) að hann hafi étið fuglabókina eða eitthvað!!Ég meina það ekki hef ég auka pláss í heilanum hjá mér alla vena. Ég get ekki sagt fyrir hinar tvær enn mér finnst svolítið flott að kunna að þekkja alla fuglana svona. Enn á þessum stað þar er allt svo rólegt. Einu sinni þegar við fórum þá var ég bara 6. ára þá fórum við ég frænka mín, mamma og afi þangað. Við fórum út í eyju og skoðuðum og skemtum okkur!! Við fórum líka að tína kríuegg. Við tíndum 6 egg. Fyrsta eggið brotnaði á leiðinni að sumarhúsinu sem við vorum með!! Við ætluðum að gefa frænku okkar hin eggin enn hún á heima þar sem amma mín ólst upp. Hún er systir ömmu okkar. Enn á leiðinni til hennar brotnaði annað egg. Svo fór ég stolt 6. ára stúlka og ætlaði að gefa henni egg enn viti menn auðvitað kreisti ég of fast svo að eitt eggið brotnaði!! Enn við gáfum henni síðastu eggin og hún varð glöð með það!!
Ég hvet alla að fara í einhverja svona ferð sem maður getur verið einn í náttæurunni og getað bara chillað kannski skoða fugla kannski fara að labba enn sumir vilja bara chilla og þá er það bara gott mál enn þetta er algert æði!!
Halló allir saman. Hvað segiru? ég er til í allt ´þið vitið það