Kongó Grápáfi Ég ætla að skrifa stutta grein um þann fugl sem mig langar hvað mest í dag. Fuglinn sem ég er að tala um er Kongó grápáfinn, eða Congo African Grey, og latneska heitir er “Psittacus erithacus erithacus”. Ég ætla með góðfúslegu leyfi Tjörvars eiganda Furðufugla og Fylgifiska, að birta stuttan texta af heimasíðunni hans um Kongó Grápáfann:

—————-
Lýsing: Kongó grápáfinn er aðallega grár að lit. Hann er hvítur í kringum augun og á lærum og er með rautt stél. Goggurinn er svartur og fætur gráir.

Lengd: 33 cm (stór fugl með stutt stél)
Lífslíkur: 50-65 ár.
Kynin: Karlfuglar hafa flatari og breiðari haus en kvenfuglar, og eru einnig í heildina stærri. Kvenfuglar hafa lengri og mjórri háls, auk þess sem augun eru meira sporöskjulaga. Augun eru kringlóttari hjá karlfuglum.
Uppruni: Mið-Afríka (Kongó).

Um fuglinn:
Þekktur sem besta eftirherman meðal páfagauka. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir geti raunverulega skilið mannamál. Grápáfinn getur verið mjög skapstór og sumir verða kuldalegir. Þeir eiga til að plokka sig ef þeim leiðist og einnig tengjast þeir oft aðeins einni manneskju. Sagt er að grápáfar hafi gáfur á við 5 ára barn en tilfinningaþroska á við 2 ára barn.

Hávaðasemi: Frekar hljóðlátur.
Staða Í dag: Algengur.
—————-

Ég las á Tjorvar.is að hann væri með 3 varppör og biði spentur eftir varpi. Handfóðraðir Congó African Grey ungar kosta hjá honum 190.000 kr hver og nokkrir eru þegar á biðlista eftir þeim. Svo er líka hægt að fá innfluttan handmataðan Congo African Grey (6-12 mánaða gamall) kostar 250.000 kr. Vildi bara kynna þennan vægast sagt fjöruga fugl fyrir ykkur, en eins og þið eflaust vitið, þá eru fuglakaup ekkert grín peningalega séð! :)

kv,
Dr.Evil