Ég verð að segja ykkur frá einu verkefni sem ég byrjaði með fyrir þremur árum. Ég vona að forráðamenn og þjálfarar lesi þetta, því þetta ber góðan árangur í okkar útbreiðslu fyrir 15 ára og yngri. Ég nota þetta verkefni þegar rólegt er hjá okkur í keppnum og öðrum verkefnum.

Þetta hefur tekið nokkur ár að þróast en útbreiðslan í dag er orðin mjög á skemmtilegu nótunum. Þannig er að ég bjó til mótt milli iðkennda annarsvegar og foreldra/systkina hinsvegar, í frjálsum hér í Mosfellsbæ. Keppt er í hefðbundnum og óhefðbundnum greinum innan frjálsa.
Um síðustu helgi var eitt mótið hjá okkur. Nafngiftin er “Klaufar og Snillingar”. Hingað til hafa iðkenndur alltaf unnið okkur foreldra en með litlum mun. Reynt er að fara eftir grunn reglum en þær eru samt mjög sveianlegar, þannig að allir gera sitt besta og verða með. Stemmingin er gríðarlega skemmtileg á svona móti og sem dæmi þá lét ég útbúa bikar fyrir þetta mót eingöngu, en bikarinn er gerður úr pappa, 30 cm. hár.
Mótið er sett upp sem Bikarkeppni og eru þarna tvö lið sem keppa um titilinn “Snillingar” fram að næsta móti. Ég sjálfur er fyrriliði foreldra og sé um upphitun, teygjur og hver fer í hvaða grein, á móti fulltrúa iðkenda. Það er alltaf jafnvægi á fjölda keppenda í einstakri grein. Hjá iðkendum er minn aðstoðarþjálfari sem sér um sömu hluti að þeirra hálfu. Fjöldatakmörk eru enginn í greinum (keppandi má taka þátt í fleyri en einni grein, en allir verða samt að vera með í að minnstakosti einni grein). Þegar þetta er komið á hreint rétt fyrir keppnisgrein, þá gefa 10 efstu keppendur stig fyrir sitt keppnislið. Þegar allt er búið er lagt saman og bikarinn afhentur.

Árangurinn er sá að iðkenndur ná að losa um “kvíða” í skemmtilegri keppni og fá þar af leiðandi möguleika á að gera sitt besta í skemmtilegu andrúmslofti. Ég fæ foreldra til að vera virkari í starfi deildarinnar og þeir fá að kynnast einstaklingum betur sem skara framúr með því að keppa við þá og finna því oft á tíðum út af hverju þeir eru kallaðir afreksmenn okkar og síðan (möguleika á því að fjölga í “Öldungadeild”)

Ég varð að segja ykkur þetta, þetta er svo gott mál.
Stjórnandi á