Billy Crystal Billy Crystal fæddist árið 1947 á Long Beach, New York. Hann fór í Marshall University í Vestur-Virgníu á hafnarboltastyrk. Hann lék þó aldrei neinn leik í Marshall vegna þess að það var hætt við liðið á fyrsta ári hans þannig að hann flutti aftur til New York með Janice Goldfinger, sem hann giftist síðar og eignaðist tvær dætur með.
Honum er líst sem klárum,viðkunnalegum, krullhærðum grínista sem hefur náð miklum frama sem kvikmyndastjarna. Hann vann fyrst hug og hjörtu sjónvapsáhorfenda sem bitur samkynhneigður stjúpsinur í þáttunum Löðri. Crystal fór með hlutverk fyrsta ólétta karlmannsins í myndinni Rabbit Test en árin 1984-85 sló hann í gegn í Saturday Night Live þáttunum.
Hann sneri sér aftur að myndum og lék löggu í Running Scared og kennara í Throw Momma from the Train. Hann lék einnig í Memories of Me, City Slickers, Mr. Saturday Night og síðast en ekki síst When Harry met Sally.
Hann er mjög hæfileikaríkur maður, skrifar handrit, leikstýrir, leikur og framleiðir kvikmyndir. Hann hefur einnig verið kynnir á Óskarsverðlaunahátíðum og hefur staðið sig með prýði.
Hann gaf út ævisögu sína ,,Absolutely Mahvelous” árið 1986, en það var akkurat línan sem gerði hann frægan í Saturday Night Live.


Birta