Keanu Reeves fæddist árið 2. september 1964 í Beirut. Móðir hans er Ensk og faðir hans er hálf-hawiískur og hálf-kínverskur. Móðir hans Patricia hitti föður hans Samuel Nowlin Reeves þegar hún var sýningarstúlka á bar. Í eitt ár áttu þau heima í Ástralíu þar sem yngri systir hans hún Kim fæddist en það var árið 1966. Hjónabandið entist þó ekki lengi og þau skildu. Samuel fór til Hawaii.

Móðir Keanu flutti með þau systkinin til New York þar sem hún giftist Broadway og Hollywood leikstjóranum Paul Aaron. Þau fluttu svo öll til Toronto í Kanada en mamma hans og Paul hættu svo saman einu ári seinna. Eftir það giftist móðir hans tvisvar sinnum honum Robert Miller sem er faðir hálfsystir Keanu en hún heitir Karina og fæddist árið 1976. Fjórða hjónaband hennar var svo með Jack Bond en þau skildu árið 1994.

Seinasta heimsókn Keanu til hans raunverulega föður var þegar hann var orðinn þrettán ára gamall. Keanu lýsir sjálfum sér sem hvítum miðstéttar dreng sem átti fjarverandi föður, móður með sterkan vilja og tvær fallegar yngri systur.

Á unga aldri hafði hokký og leikhús hug Keanu allann. Hann byrjaði að leika í gagnfræðiskóla og fékk svo nokkur hlutverk í leikritum og auglýsingum. Keanu gekk ekkert mjög vel í skóla og hætti í honum. Aðeins 17 ár hætti hann og einbeitti sér að leiklistinni.

Eitt hans fyrsta hlutverk var í leikritinu Wolfboy (1984), en hann lék líka í ýmsum sjónvarpsleikritum í Kanada. Svo lék hann í Youngblood þar sem hann gat sameinað hans helstu áhugamál, hokký og leiklist. Hann flutti svo frá Kanada og hitti svo stjúpabba sinn árið 1986. Svo lék hann í myndinni River’s Edge (1987).

En myndin sem hann er frægastu fyrir er The Matrix og framhald hennar The Matrix Reloaded. Ég er reyndar bara nýbúin að sjá nýju myndina. Ég fór á sýningu þar sem maður sér fyrri myndina fyrst og svo seinni myndina. Áður en ég sá myndina fannst mér hann ekki neitt spes leikari. En eftir að ég sá hann í The Matrix þá var hann bara svo óendanlega cool að það var ekki normalt. Þess vegna langaði mig að gera grein um hann.