Embeth Davidtz !!!!!!!! Embeth Davidtz

Embeth Davidtz er nokkuð skemmtileg leikkona og er maður alveg farinn að þekkja andlitið á henni þó það sé svolítið erfitt að muna nafnið hennar. Við flest sáum hana kannski í Bridget Jones’s Diary, Bicentennial Man eða 13 Ghosts.. En að mínu mati er hún mjög góð leikkona og falleg :) Hér koma nokkar staðreyndir um hana.

Fæddist: 1. janúar 1966 í Indiana.
Aldur: 37.
Ólst upp: Í New Jersey en flutti til S-Afríku þegar hún var 9 ára.
Menntun: Rhodes University (lærði leiklist.)
Fyrsta sviðsframkoma: Þegar hún var 21 árs í leikritinu Rómeó & Júlía.
Systkini: Ein systir, Jennifer.
Gæludýr: Bolabítur sem heitir Frank. Leikarinn Harvey Keitel gaf henni hann.

Hún var t.d. tilnefnd til svona Afrísku Óskarsverðlauna sem heita Vita Award, fyrir bestu leikkonuna, fyrir mynd sem heitir The Night of the Nineteen.
Eftir það flutti hún til Los Angeles og lék í litlum sjónvarpsmyndum þangað til hún var valin í aðalhlutverkið í Army of Darkness. En eftir að hún lék í þáttunum Deadly Matrimony fékk Spielberg áhuga á henni og valdi hana í Schindler’s List, sem var eiginlega frysta stórmynd hennar.

Svo kemur listi yfir myndir sem hún hefur leikið í:

1. The Emperor's Club (2002)
2. 13 Ghosts (2001)
3. Bridget Jones's Diary (2001)
4. The Hole (2001)
5. Mansfield Park (1999)
6. Bicentennial Man (1999)
7. Fallen (1998)
8. The Gingerbread Man (1998)
9. Last Rites (1998)
10. The Garden Of Redemption (1997)
11. Matilda (1996)
12. Murder In The First (1995)
13. Feast Of July (1995)
14. Schindler's List (1993)
15. Army Of Darkness (1992)
16. Deadly Matrimony (1992)
17. A Private Life (1989