Hæ hæ =>
Ég horfði á þáttinn í gær með Michael Jackson…og ég verð að segja að mér fannst fréttamaðurinn sem tók viðtalið ganga aðeins of langt!
Í Bandaríkjunum er fólk brjálað því hann sagði að börnin svæfu upp í hjá honum, lögreglan er líklega að fara að rannsaka málið og yfirheyra öll börnin og foreldra þeirra. (Bandaríkjamenn eru nú svolítið ruglaðir stundum) :)
Mér finnst bara ekkert að því að hann leyfi börnunum að sofa upp í hjá sér, en eins og hann sagði þá sefur hann á dínu á gólfinu þegar svo stendur á.
Ef hann myndi misnota börn á einhvern hátt þá myndu börnin ekki sækja svona mikið í hann eins og þau gera, og myndu ekki vilja vera hjá honum, það segir sig sjálft.
Þið sem horfðuð á þáttinn sáuð líka að hann var hræddur við pabba sinn í æsku, og vill ekki að börnin sín verði fyrir því sama. Þegar börnin hans komu til hans í gær vildu þau bara vera hjá honum, leiða hann og fleira, og það ætti að sína hvað hann er góður við þau. Eins eru textarnir hans sumir hverjir um börn og að vera góð við þau og fleira.
Mér finnst ótrúlegt að fólk “missi álitið á honum” fyrir að vera góður við börnin og reyna að gera eitthvað fyrir þau. Hann les t.d fyrir þau á kvöldin og leyfir þeim að vera hjá sér ef þau vilja, það er ekki mikið af svona fólki í heiminum sem á svona mikla peninga og hefur mikinn tíma fyrir börn. Ég vorkenni börnunum hans ekkert þó þau gangi með grímu, þar sem þau hafa gert það síðan þau fæddust og finnst ekkert eðlilegra.
Persónulega þá fannst mér hann mjög einlægur í þessu viðtali, opnaði sig alveg og reyndi að svara öllum spurningunum eins vel og hann gat. Í mínum huga er hann stórt barn, lifir í barnaheimi og líður best innan um börn.
Nú er fólk strax byrjað að dæma hann, “ég er endanlega búin að fá ógeð á honum” heyrði ég einn segja. Hann getur ekki einusinni sagt orðið kynlíf! Og þið sem horfðuð á þáttinn sáuð líka þegar hann lýsti fyrstu “reynslu” eða ekki reynslu þegar að því kom.
Mig langaði bara aðeins að koma með mínar skoðanir á þessu öllu.. og endilega verið dugleg að segja ykkar álit! ;)
-Gelgja..! ;)