Ég er að leita að gömlum leik sem snérist annað hvort um það að borða osta eða drepa ketti, ég man ekki hvort.
En í leiknum lék maður mús sem var umkringd kössum sem hægt var að ýta með því að labba á þá og ég man að það var hægt að drepa kettina með því að loka þá inni og kremja þá með kössunum. Þetta er gamall 2d leikur sem mér langar rosalega í :)

ef einhver getur sagt mér nafnið á honum eða hvar ég get náð í hann þá yrði ég mjög þakklátur.


Það væri líka gaman að fá nafnið á skíðaleiknum þar sem tröllið kom alltaf og át mann þegar maður var kominn eitthvað visst langt.

Takk.