Ég tek það fram að mér finnst þessi breyting á Huga bara mjög góð. Vel að verki staðið, Titan og þið sem stóðuð á bakvið gerð þessa vefs.

Það eru samt nokkur atriði sem ég vil benda á:

- Bæta við yfirlitinu yfir þræðina fyrir neðan innleggið.

- Bæta við þannig maður sjái hvaða innleggi þú ert að svara þegar þú sendir inn svar.

- Bæta við stripslash() á innleggið, óþolandi að það komi öfug skástrik þegar maður gerir gæsalappir. Dæmi: “foo” ‘bar’

- Myndi batna töluvert með þrítóna bakgrunni (Helgi Páll Einarsson)

- Laga default bakgrunnslitinn í egóinu, alltof dökkur.

- Laga JavaScript errorinn (hef ekki fundið fleiri) þegar maður smellir á “Áhugamálin mín” og “Egó”. Afhverju þarf þetta JavaScript, afhverju ekki bara að vísa í /ego/ o.s.frv.:

<i>Line: 41
Char: 3
Error: ‘style’ is null or not an object
Code: 0
URL: http://www.hugi.is/forsida/threads.php?page=view&contentId=1694743</i>

- Aðskilja innleggið frá undirskriftinni, hugsanlega með [hr] (skiptið út fyrir oddklofa)

- Bæta við letur -stækkun/minnkun- möguleika (fyrir lesblinda).

- Sleppa þessum 2px línum efst.

- Bæta við skiptingu milli dálka.

- Íhuga töflulaust HTML.

- Notast meira við CSS (body taggið).

Mér dettur bara ekkert fleira í hug í augnablikinu. :)

Ég geri mér vel grein fyrir því að þetta er work in progress, en ég er bara að benda vinsamlega á þetta svo þið vitið hvað þarf aðallega að laga.

<b>Til ykkar krakkanna þarna úti:</b>

Reynið að gera ykkur grein fyrir því að það hjálpar lítið að vera að kalla vefstjórana hórur og öðrum illnefnum þegar þeir eru aðeins að sleppa okkur við það að hafa sama útlit á Huga í mörg mörg ár, sem yrði FREKAR þreytt.

Og haldiði virkilega að þeir fari að taka niður nýja Huga þegar þeir eru búnir að vinna hörðum höndum að þessum vef í langan tíma? Efast stórlega um það. Ég myndi ekki gera það.

Ég segi bara; vel að verki staðið, Titan og co. :)
Gaui