Sæl og blessuð öllsömul.

Ég heiti Friðjón oftast kallaður Fribbi en er þekktur hér sem fvs.

Ég er ungur upprennandi tölvuleikjahönnuður og hef að undaförnu á 7 mánuðum verið reyna að búa til minn fyrsta tölvuleik alveg einn. Ég hannaði tvö tónlist sjálfur fyrir þennan leik auk þess sá ég um að hanna alla bakgrunnnana og hreyfimyndirnar og hlutina sem koma fyrir í leiknum. Þetta er ekki fullunninn leikur enda er þetta demóleikur. Semsagt bráðabirgðarleikur sem á að gefa ykkur smá sýnishorn hvernig leikurinn á eftir að verða.

En ég verð þetta demó tímabundið hér á netinu. En svo þegar ég hef fullklárað leikinn þá tek ég þetta demó burt af netinu og set fullkláraða leikinn í staðinn. Þið getið samt skoðað, labbað, tekið nokkra hluti í leiknum.

Walkthrough (Svindl) fyrir demó leikinn.

Það er allt í lagi að reyna opna WC klósettið en þú kemst ekki inn þar strax. Farið í stofuna og talaðu við stelpuna Chelly sem reyndar var kölluð Rauðhetta þegar hún var lítil stúlka. Eftir samtalið þá máttu skoða þig um. Og svo veit ég að þarna er bók sem þú átt eftir að nota í aðalleiknum en ég á auðvitað eftir forrita það aðeins betur en í staðinn setti ég bara smá Harry Potter djók í staðinn sem er einmitt skemtileg tilviljun því nýjasta bókin um Harry Potter kom einmitt út í dag.

Farið svo út úr húsinu og eftir að hafa hitt hungraða úlfinn farið þá aftur inn og í eldhúsið og opnið ískápinn. Ef þú hefur ekki hitt úlfinn þá segir persónan þér að hann sé ekkert hungraður en ef þú hefur hitt úlfinn þá finnur hann lærisneið þar. Ef þú tekur eldspýtustokkin þá geturðu loksins farið inn á klósettið og þar bíður þín endir sem er fyndinn en auðvitað verður þetta ekki aðalendirinn í full unninni leiknum þetta er bara bráðabirgðarendir hehehe.

Þessi demó leikur er semsagt bara prufa til að sýna ykkur hvernig þessi leikur verður. Ég veit að það gæti verið einhverjar villur í honum sem ég mun auðvitað kippa í lag næst.

Þetta er semsagt bráðabirgðarleikur. Semsagt ekki fullunninn leikur en það er samt hægt að spila hann.

Smellið hér til að downloada:The Black Sky demo 33.4mb

Og nú segi ég bara góða skemtun.

Fribbi Emir of the Rasier.
Til að fá nánari upplýsingar um leikinn farið þá á http://tölvuleikir.is