Ég er örvhent og fólk verður oft mjög hissa að ég skuli ekki vera þá örvfætt líka.
Hlutir sem ég geri þó ég sé örvhent
- Ég nota hnífapör rétt
- Ég kann ekki að nota skæri fyrir örvhenta
- Ég er sterkari í hægri en vinstri
- Ég er nákvæmari á hægri en vinstri en er samt nákæmari með vinstri en annað fólk.
Hlutir sem ég geri af því að ég er örvhent
- Ég skrifa með vinstri
- Ég er með úrið alltaf á hægri hendinni
- Ég kann ekki muninn á hægri og vinstri! Ég kenni grunnskóla um það! Því þegar ég var lítil og það var verið að kenna okkur munin á hægri og vinstri þá sagði kennarinn alltaf, “Hægri höndin er höndin sem þið skrifið með” ..og ég hugsaði þá alltaf um vinstri..
Joey: Oh! Sorry… did I get you?