Ágæti CrazyTiny
Yfirleitt er mér nokkuð sama þegar fólk er að skrifa um hina og þessa hluti á huga en þegar fólk fer með svona hrikalega staðreyndarvillur get ég ekki orða bundist og verð að tjá mig.
Þegar þú ferð að tengja allan kommúnisma við tjáningarhöft þá ertu kominn á villigötur. Til að skilja hvers vegna er líklega rétt að skoða hvað kommúnismi er og hvaðan hann kemur.
Kommúnismi er í raun ættaður langt aftur og má nefna að góð dæmi um forna kommúnisma eru kristnir sem deildu mat og jafnvel húsnæði með hvorum öðrum stuttu eftir andlát Jesús Krists. Þetta er þó ekki sá kommúnismi sem venjulega er talað um. Hann er tiltölulega ungt fyrirbæri og var settur í sína mynd af Karl Marx og Frederick Engel. Þeir gáfu saman út bók í febrúar 1848 þó sitthvað fleira hafi komið frá þeim. Þessi bók heitir
kommúnistaávarpið og segir hún grunnhugsun kommúnismans.
Kommúnisminn er í grunninn stefna sem kveður á jafnt þjóðfélag með engu ríki(stjórnvöldum), engum einkaeignum, engum stéttum. Í kommúnisma er allt eign fólksins sem heild og allir hafa sömu þjóðfélags- sem og fjárhagsfjárhagsstöðu. Allir stjórna saman.
Kommúnistaávarpið hefur aðeins gefið viðmiðunarlínur en útfrá þeirri sameiginlegu hugsun hafa svo aftur þróast fleiri stefnur. Má þar nefna Marxism, Leninism, Trotskyism Stalinism og fleiri. Þess ber þó að geta að ekki allir eru sáttir með hvað flokkast undir kommúnismann og hafa Trotskyistar deilt á það að Stalinismi fari það langt frá upphaflegu stefnunni að ekki sé hægt að setja Stalinisman undir kommúnisma.
Því er þessi staðhæfing um að kommúnisminn jafngildi tjáningarhöftum sé ekki á réttum rökum reist því ekki er talað um tjáningarhöft í Kommúnistaávarpinu né finnst það innan allra stefna kommúnismans. Þó vissulega megi rekast á tjáningarhöft innan vissra landa sem kenni sig við kommúnismann.
Þar sem ég er byrjaður hér þá er eins gott að svara greininni einnig. Hugi er samfélag sem er byggt upp af fjöldafólks. Þeir sem stjórna síðunni hafa tekið upp þá stefnu að leyfa tjá sig svo lengi sem það er innan velsæmismarka og laga landsins. Hingað til hefur flest verið samþykkt sem hefur uppfyllt stefnuna, undanfarið hefur þó borið á því að fólk sé að misnota aðstöðu sína og senda inn greinar sem fáir sem enginn hefur áhuga á að lesa. Til langs tíma myndi þetta hafa neikvæð áhrif á þann hóp sem sækir Huga til að afla sér fróðleiks eða líta á hvað sé að gerast í samfélaginu. Sá hópur sem sækir Huga myndi til lengri tíma litið verða afmarkaður hópur fólk sem notfærir sér síðuna til að tjá sig um hluti sem koma öðrum ekkert við. Þessi fækkun á hópi myndi leiða til minnkandi auglýsingatekja, minnkandi gæða og að lokum falls Huga. Því fagna ég þessari stefnu Huga að hækka gæðastaðal Huga og um leið ýtta undir læsilegt efni.
Þess ber að geta að heimildir koma frá
http://en.wikipedia.org/wiki/CommunistKommúnistaávarpið, Karl Marx og Frederick Engel
Með kveðju
Velmagt