Hæbb opnaði póstinn minn í morgun og við mér blasti mjög áhugaverður póstur ætla að deila honum með ykkur, þeim sem vita ekki þegar af þessu


Það er okkur sönn ánægja að bjóða alla nemendur þína velkomna á fyrstu
Gervigreindarhátíð á Íslandi, sem við munum halda nk. laugardag kl.
13 í Borgarleikhúsinu. Þetta verður spennandi uppákoma þar sem skygnst
verður inn í framtíðina með hjálp færustu sérfræðinga landsins. Einnig fer

fram spennandi Bílskúrsgervigreindarkeppni og flutt verða tónlistaratriði

með gervigreindarívafi. Meðfylgjandi er dagskráin.



Ef þú gætir komið þessu áfram til nemenda væri það mjög gott

Vonumst til að sjá sem flesta!

Með bestu kveðju,
Sigrún B. Gunnhildardóttir
Umsjónarmaður Gervigreindarhátíðarinnar

———————————————————————————————————————-


DAGSKRÁ

13:00 Opnun hátíðarinnar
- Kristinn R. Þórisson, dósent, stjórnandi Gervigreindarseturs HR

13:20 Kristinn R. Þórisson, Gervigreindarsetri HR
- Björt framtíð gervigreindar fyrr og nú

13:35 Helga Waage, tæknistjóri, HEX
- Að vera eða ekki vera - vitvera

13:50 Torfi Frans Ólafsson, CCP
- Íslenskur sýndarveruleiki

14:05 Hlé

14:20 Hrafn Þorri Þórisson ásamt stjórn ISIR
- Stofnun ISIR og kynning á félaginu

14:35 Tónlistaratriði
- Frumflutningur verks nemenda Listaháskóla Íslands
- Frumflutningur gervigreindaróperu meðlima Gervigreindarseturs HR

15:05 Gestir fara yfir í prentsmiðju gamla Morgunblaðshúsið

15:10
+ Veitingar
+ Básasýningar Þátttakenda í bílskúrsgervigreind
+ Básasýningar fyrirtækja og háskóla:

— CCP
— ISIR
— Tungutæknisetur
— HEX
— HAFMYND / GAVIA
— VDO
— Spurl
— Gervigreindarsetur HR
— IT-CONS
— Rannís

16:40 Verðlaunaafhending - Bílskúrsgervigreindarkeppnin
- Veitt verða verðlaun í 9 flokkum:

- Viðamesta gervigreindin
- Frumlegasta gervigreindin
- Fyndnasta gervigreindin
- Gagnlegasta grevigreindin
- Bestu leiðbeiningarnar
- Bestu hugbúnaðareiningarnar
- Besta nýing á drasli úr bílskúrnum
- Framsýnasta pælingin
- Heiðursverðlaun dómnefndar

Dómnefnd skipa:

Helga Waage, tæknistjóri í Hex,
Dr. Magnús Már Halldórsson, prófessor í Háskóla Íslands og
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, prófessor í Háskóla Íslands.

17:10 Dagskrárlok