Til að búa til forrit sem skrifar texta út á skjá í C++ er allt of sumt sem þarf að gera, er þetta:
#include <iostream.h>
#include <conio.h>
int main ()
{
char chText [] = “My first program in C++”
cout << chText << endl;
getch ();
}
nú á textinn “My first program in C++” að prentast út á skjáinn

Einfaldar reikniaðgerðir og láta notandann slá eitthvað inn. Oftast viljum við fá einhverjar upplýsingar frá notandanum og vinna síðan með þær, svona er hægt að gera það:

int main ()
{
int nTala;
cout << “Enter any number” << endl;
cin >> nTala; // nTala inniheldur núna töluna sem notandinn sló inn

// gerum smá reikning
nTala = nTala * 15; //margföldum með 15
cout << nTala
}

Útskýringar á kóðanum:
#include …., þessar tvær línur eru nauðsynlegar svo að forritið skilji þær skipanir sem þú notar seinna. Í hjálpinni geturðu séð hvaða skrár þarf að “includera” til að forritið virki. Ef þið eruð byrjendur skuluð þið ekki hafa áhyggjur þótt þið skiljið ekki tilganginn með þessum línum strax.

int main (), táknar aðalfall forritsins, þetta fall verður að vera í ÖLLUM forritum.

char chText [] = “…”, þetta býr til svokallaða character-breytu, sem getur innihaldið hvaða texta sem er, líka tölustafi.

cout << chText… , þetta sér um það að skrifa textann í chText útá skjáinn

getch (), nauðsynlegt til þess að forritið hætti ekki keyrslu áður en notandinn ýtir á einhvern takka (prófið að sleppa því og sjáið hvað gerist :-)

int nTala, þetta býr til heiltölubreytu, sem aðeins getur innihaldið heiltölur, það er hvorki texta né brotatölur.

cin >> nTala, tekur það sem notandinn slær inn og setur það í breytuna nTala
nTala = nTala * 15, einföld margföldun

cout << nTala, skrifar nTala út á skjáinn

Þetta er dæmi um mjög einfalt forrit skrifað í C++. Endilega prófið ykkur áfram.