Þá er það ljóst. Keppninni í Sao Paulo er lokið, og er niðurstaðan sú að maðurinn sem var í 3. sæti í stigakeppninni fyrir mótið nær því að verða heimsmeistari, 1 stigi á undan McLaren félögum Lewis Hamilton og Fernando Alonso.

Eftir 2 tillögur að titlinum 2003 og 2005, þá er ljóst að allt er þegar þrennt er þegar að Kimi Räikkönen er annars vegar. Hann er vel að titlinum kominn og óska ég honum til hamingju með hann.

Að sama skapi hljóta McLaren félagarnir að naga sig í handarbökin yfir því að missa titilinn frá sér, og þá sérstaklega Hamilton. Þó geta allir þrír borið höfuðið hátt, og þá sérstaklega Hamilton, enda ekki á allra færi að ná slíkum árangri á fyrsta ári sínu í Formúlu 1.

Að undanskyldu hinu hvimleiða njósnamáli þá vil ég segja að tímabilið 2007 var afar skemmtilegt sem í raun var vítamínsprauta fyrir Formúlu 1.

Takk fyrir mig.

Bætt við 21. október 2007 - 18:54
Lokastaðan í keppni ökumanna:

1. Kimi Räikkönen (Ferrari) - 110 stig - 6 sigrar
2= Lewis Hamilton (McLaren) - 109 stig - 4 sigrar
2= Fernando Alonso (McLaren) - 109 stig - 4 sigrar
4. Felipe Massa (Ferrari) - 94 stig - 3 sigrar
5. Nick Heidfeld (BMW) - 61 stig
6. Robert Kubica (BMW) - 39 stig
7. Heikki Kovalainen (Renault) - 30 stig
8. Giancarlo Fisichella (Renault) - 21 stig
9. Nico Rosberg (Williams) - 20 stig
10. David Coulthard (Red Bull) - 14 stig
11. Alexander Würz (Williams) - 13 stig
12. Mark Webber (Red Bull) - 10 stig
13. Jarno Trulli (Toyota) - 8 stig
14= Sebastian Vettel (BMW / Toro Rosso) - 6 stig
14= Jenson Button (Honda) - 6 stig
16. Ralf Schumacher (Toyota) - 5 stig
17. Takuma Sato (Super Aguri) - 4 stig
18. Vitantonio Liuzzi (Toro Rosso) - 3 stig
19. Adrian Sutil (Spyker) - 1 stig

Ökumenn sem kepptu í ár en unnu sér ekki inn nein stig voru:
Rubens Barrichello (Honda)
Scott Speed (Toro Rosso)
Kazuki Nakajima (Williams)
Anthony Davidson (Super Aguri)
Sakon Yamamoto (Spyker)
Christijan Albers (Spyker)
Markus Winkelhock (Spyker)


Lokastaðan í keppni bílasmiða:

1. Ferrari - 204 stig - 9 sigrar
2. BMW - 101 stig
3. Renault - 51 stig
4. Williams - 33 stig
5. Red Bull - 24 stig
6. Toyota - 13 stig
7. Toro Rosso - 8 stig
8. Honda - 6 stig
9. Super Aguri - 4 stig
10. Spyker - 1 stig

McLaren liðið var svipt öllum stigum í keppni bílasmiða (“Njósnamálið”), og enda því tímabilið með ekkert stig. Unnu ökumenn liðsins 8 sigra á árinu.



Þar af leiðandi munu liðin skipta með sér bílnúmerum 2008 á eftirfarandi hátt:

Ferrari fær bílnúmerin 1 og 2
BMW fær bílnúmerin 3 og 4
Renault fær bílnúmerin 5 og 6
Williams fær bílnúmerin 7 og 8
Red Bull fær bílnúmerin 9 og 10
Toyota fær bílnúmerin 11 og 12
Toro Rosso fær bílnúmerin 14 og 15
Honda fær bílnúmerin 16 og 17
Super Aguri fær bílnúmerin 18 og 19
Force India (áður Spyker) fær bílnúmerin 20 og 21
McLaren fær bílnúmerin 22 og 23
Prodrive fær bílnúmerin 24 og 25 (ef að þeir ákveða að mæta til leiks 2008)