Jenson Button hefur komið rosalega á óvart á þessu fyrsta tímabili sínu í Formúlunni og sjálfsagt gert mun betur en Sir Frank Williams átti von á í upphafi. Það var ákveðið þegar Button skrifaði undir hjá Williams að hann yrði lánaður til Benetton eftir þetta tímabil. Hann segist hlakka til þess að fara þó það sé talað um að Flavio Briatore sé erfiður boss. Hann segir að það verði erfitt að kveðja alla í Williams liðinu. Button hefur lært gífurlega mikið hjá þeim. Hann er viss um að eftir þessi 2 ár sem hann verður í láni hjá Benetton, þá biðji þeir hjá Williams hann um að koma aftur. Button hefur mikla trú á Williams liðinu og telur að þeir verði komnir á toppinn eftir 2 ár. Benetton liðið gerir sér líka vonir um góðan árangur með Button innanborðs og gæti þess vegna verið að þeir bæðu hann um að vera áfram hjá sér.
Því miður er langt í næstu keppni þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég hef mikla trú á Button og held hann verði í verðlaunasætum á næsta tímabili.