Ferrari Slys!! Tekið af <a href="http://www.mbl.is“> www.mbl.is </a>

Ferrari-liðið aflýsti frekari bílprófunum í Barcelona eftir að báðir bílar þeirra eyðilögðust í hörðum árekstri. Michael Schumacher og Rubens Barrichello sluppu með skrekkinn úr óhöppunum.

„Ég er í lagi en veit ekki hvað gerðist, þetta gerðist allt svo skyndilega og fyrirvaralaust,” sagði Schumacher stuttu eftir slysið er hann gaf aðdáendum við brautina eiginhandaráritun sína.

Schumacher missti vald á bifreiðinni er hann kom inn í næstsíðustu beygju Katalóníuhringsins, flaug út úr brautinni og skall á dekkjavegg. Afturhluti bifreiðarinnar gjöreyðilagðist og hægri hlið bílsins skemmdist illa.

„Þetta voru ökumannsmistök,“ sagði Jane Parisi, blaðafulltrúi Ferrari á staðnum. „Hann missti vald á bílnum og fór útaf brautinni í beygju 12, en hann er ómeiddur,” sagði Parisi.

Rubens Barrichello stóð sömuleiðis óskaddaður upp úr bíl sínum eftir harkalega ákeyrslu nokkrum stundum fyrir óhapp Schumachers. Missti Barrichello vald á bílnum á leið inn í 9. beygju með þeim afleiðingum að hann keyrði mjög harkalega utan í öryggisgirðingu og stórskemmdi bíl sinn. „Bíllinn gjöreyðilagðist en hann stóð einnig upp úr brakinu ómeiddur eins og Schumacher. Við fyrstu sýn virðist ekkert hafa verið að bílnum þegar óhappið varð," sagði Parisi.

Þrátt fyrir óhöppin voru Ferrari-ökuþórarnir efstir á lista dagsins yfir hröðustu hringi ökuþóra við bílprófanirnar í Barcelona í dag en þær gengu sem hér segir fyrir sig:

Röð Ökuþór Lið - mótor Dekk Tími Hringir
1. Barrichello Ferrari (B) 1:18,096 39
2. M.Schumacher Ferrari (B) 1:18,552 17
3. Heidfeld Sauber-Petronas (B) 1:18,749 86
4. Gene Williams-BMW (M) 1:19,171 21
5. Panis BAR-Honda (B) 1:19,182 77
6. R.Schumacher Williams-BMW (M) 1:19,266 84
7. Fisichella Jordan-Honda (B) 1:20,109 26
8. Villeneuve BAR-Honda (B) 1:20,312 62
9. Montoya Williams-BMW (M) 1:20,344 27
10. Massa Sauber-Petronas (B) 1:20,379 82
11. Lassee Jordan-Honda (B) 1:20,531 38
12. Trulli Renault (M) 1:20,671 48
13. Button Renault (M) 1:20,831 38
14. Salo Toyota (M) 1:21,628 73
15. Sato Jordan-Honda (B) 1:22,048 30
16. McNish Toyota (M) 1:22,090 47