Schumacher kominn með heimsmeistaratitilinn þetta árið. Nú þegar eru Formúlusérfræðingar farnir að velta því fyrir sér hvað gerist á næsta ári. Tæknistjóri Ferrai Ross Brawn telur fyrir víst að Schumacher verði enn sterkari í Formúlunni á næsta ári. Hann segist strax hafa séð þvílíkur snillingur Schumacher væri.

Bernie Ecclestone er yfirmaður Formúlunnar og McLaren mönnum til lítillar skemmtunar sagði hann strax í byrjun þessa keppnisárs að hann veðjaði á Schumacher og Ferrari. Þessi 69 ára Breti er mjög ánægður að Schumacher sé kominn með heimsmeistaratitilinn. Segir að hann sé besti ökuþór Formúlunnar síðan að Senna féll frá.