Á sunnudaginn kemur, í Suzuka-keppninni getur Schumacher orðið heimsmeistari þótt að ein keppni sé þá eftir. Fyrir Ferrari liðið væri þetta stórkostlegt því það eru heil 21 ár síðan Ferrari átti heimsmeistaratitil ökuþóra en þá vann Suður-Afríkaninn Jdoy Scheckter.

Nú er Schumacher er í fyrsta sæti með 88 stig og er 8 stigum á undan Hakkinen.

Schumacher er kominn með heimsmeistaratitilinn þegar í Suzuka ef:
-hann vinnur
-ef hann nær 2 stigum fleiri en Hakkinen

Það verður allt ekki beint kol-vitlaust á Ítalíu ef að Ferrari hampar titlinum þegar á sunnudaginn, þá væri ekki slæmt að vera staddur þar……