Michael Schumacher kveður Formúlu 1 Margir hafa beðið þessarar stundar mjög lengi, þá áttu margir von á þessu en þetta var samt mikið áfall fyrir stóran hlut áhangenda þessa margfalda heimsmeistara í Formúlu 1. Síðustu vikur hefur það legið í loftinu að Schumacher hafi ætlað sér að leggja stýrið á hilluna og aðeins ljúka þessu tímabili sem svo reyndist rétt.

Þessi maður hefur gert svo marga hluti sem seint ef aldrei verða leiknir eftir, hann hefur meðal annars unnið flesta heimsmeistaratitla bæði í röð og samanlagaða titla, hann á met í ráspólafjölda, sigrafjölda og hvað og ekki hvað. Ég er ekki besti maður í heimi til að skrifa um þennan merka kappa enda hef ég sjálfur verið harður mótherji hans síðan ég hóf að fylgjast með þessu árið 1999.

Þegar meistarinn hverfur á braut verður að koma arftaki og það var einnig tilkynnt um helgina að Kimi Räikkönen tæki við af honum sem ökuþór Ferrari. Þetta setur mjög marga í slæma klípu, Ferrari menn sem ekki vildu halda með Kimi að hann skuli vera að koma í liðið en svo er það verra fyrir okkur McLaren mennina sem erum harðir Kimi menn, við þurfum að velja og hafna og í svona íþrótt er víst oft ökumaðurinn sterkari en liðið svo ég býst því fastlega við því að ég t.d. fari að halda með Kimi hjá Ferrari en samt mun ég halda áfram að styðja McLaren og safna öllum ökumönnum liðsins í módel bílum. Nóg um þetta og hvað ég geri.

Mér finnst það við hæfi að ljúka þessum kveðju pistli mínum á Schumacher með því að þakka honum (þótt hann lesi þetta ekki) fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir formúlu 1 og vonað að ungir og efnilegir ökumenn eigi eftir að skjóta upp kollinum.

Nú held ég að flestir að Renault mönnum (konur eru líka menn) undanskildum óski þess að M. Schumacher taki áttunda titilinn í ár og klári dæmið með stæl.
Takk fyrir þitt framlag í Formúlu 1, Schumi!