Mér finnst það áberandi þetta árið hvað það er lítið um skítkast og leiðindi á milli efstu manna. Häkkinen og Schumacher eru sannir keppnismenn. Þeir berjast báðir heiðarlega á brautinni og svo þegar þeir eru ekki að keppa að þá liggur við að þeir hampi hvor öðrum. Hér áður voru þetta stálin stinn þegar D.Hill og J.Villenauve voru að berjast um titilinn við Schumacher. Schumacher bókstaflega keyrði D.Hill útúr braut og vann titilinn árið '95 og svo reyndi hann það sama á Jerez á Spáni nema þar átti Villenauve í hlut. En fyrir vikið var hann sviptur öllum stigunum. En ástæðan fyrir þessum skrifum mínum nú er að nú er mjög svipuð staða og fyrr en ennþá hafa ekki nein leiðindi átt sér stað á milli toppökumannana. Häkkinen gerðist hálfgerð barnapía á blaðamannafundinum eftir Monza og Schumacher klappaði Häkkinen á bakið eftir öll ósköpin. Þannig að mér finnst það mjög spennandi hvernig þetta endar allt saman hjá þeim þar sem þeir eru orðnir svo miklir vinir miðað við hvernig þetta var hér áður. Ég vona bara að þeir haldi uppteknum hætti og vinni þetta heiðarlega en ekki með því að þrykkja hvorn annan út úr brautinni.