Loksins!!! Mika Hakkinan vann 1 sætið!!! Jæja, loksins vann Hakkinan!
Hann sýndi það um helgina að hann væri ekki hættur að berjast þrátt fyrir lélegt gengi og sýndi alveg frábæra aksturs-takta. Ekki má afskrifa hann svo auðveldlega og er hann en snildar ökumaður.
Einnig hefur komið fram hjá McLaren að Mika Hakkinan og Ron Dennis eru í umræðum um áframhaldið, til 2002. Það lítur ekki út fyrir að hann Mika Hakkinan ætli ekki að hætta strax.

Það var gamana að sjá hvernig McLaren bílarnir voru að standa sig um helgina.
það hefur gengið á ýmsu hjá þeim þetta tímabil, heyrst hefur að McLaren menn hafi loks fundið lausn á þeim galla sem var í bílunum og lagfært það fyrir keppnina á Silverstone.

Á þessu tímabili hafa Williams og Ferrari verið að stinga McLaren af í keppnum og tímatökum, haft meiri kraft.
Það sást greinilega í tímatökunum á laugardag að McLaren bílarnir voru með meiri kraft heldur en það sem af er að tímabilinu og voru báðir ökumenn að standa sig með príði.

Að lokum vil ég segja…
TIL HAMINGJU MEÐ SIGURINN McLaren menn!!!
G