Hvað er eiginlega að gerast með þessa íþrótt?? Reglugerðarbreytingar ofaná reglugerðarbreytingar linnir þessu aldrei?

Upphaflega hugsunin með reglugerðarbreytingum var í fyrsta lagi að minnka kostnað í öðru lagi að auka öryggi og í þriðja lagi auka spennu og áhorf.

Og nú á enn að fara breyta, fullt af breytingartillögum fyrir næsta ár og alveg ljóst að eitthvað af þeim verða sammþykktar.

Nýtt fyrirkomulag með útsláttar tímatökur verður að öllum líkindum sammþykkt.

Að leyfa aftur að skipta um dekk í keppni.

Útaf meiri álagi á vélar útaf tímatökum hugsanlega breyting á vélarreglunnu

Og eitthvað fleira er verið að skoða.

Ekki það að ég sé á móti breytingum til að gera keppnina meira spennandi þvert á móti vil ég að F1 sé gerð eins skemmtileg og kostur er en þessar farsakenndu breytingar eru komnar útí vitleysu eins og Ron Dennis hefur bent á þá liggur mikil þróunarvinna að baki þessum breytingum og breyta þeim svo aftur eftir árið þýðir bara að tilgangurinn snúist uppí andstæðu sína þ.e. reglugerðarbreytingarnar hafa aukið kostnað en ekki öfug.

David Coulthard t.d. gagnrýndi dekkjaregluna harkalega í fyrra þegar hún var sett á þar sem hann fullyrti að húm mundi minnka öryggi ökumanna og sem hefur reyndar verið raunin.

Semsagt breytingarnar hafa ekki minnkað kostnað, öryggi hefur ekki aukist og það verður hver að dæma fyrir sig hvort að íþróttin sé skemmtilegri núna en fyrir 5 árum.

Hvað kemur útúr þessu verðum við bara að bíða og sjá, en ég vil gjarnan sjá lausn sem getur skapað formúlunni góðan farveg til frambúðar án endalausra breytinga.