Ótrúlega spennandi keppni í Brazilíu!!! Eftir ótrúlega spennandi keppni í Brazilíu vann David Coulthard.
Það gekk á ýmsu í þeirri keppni.

Svona leit start-röðin út:

01. Michael Schumacher
02. Ralf Schumacher
03. Mika Hakkinen
04. Juan-Pablo Montoya
05. David Coulthard
06. Rubens Barrichello
07. Jarno Trulli
08. Heinz-Harald Frentzen
09. Nick Heidfeld
10. Kimi Raikkonen
11. Olivier Panis
12. Jacques Villeneuve
13. Eddie Irvine
14. Luciano Burti
15 Jean Alesi
16. Enrique Bernoldi
17. Jos Verstappen
18. Giancarlo Fisichella
19. Fernando Alonso
20. Jenson Button
21. Gaston Mazzacane
22. Tarso Marques


Mika Hakkinen fór ekki á stað í startinu og datt þar með úr keppninni.
Búist var við mikilli keppni milli Schumacher bræðra, en á 3 hring keyrði Rubens Barrichello á Ralf Schumacher, sem leiddi til þess að bíll Barrichello skemmdist og var hann þar með að hætta keppni. Ralf Schumacher hélt áfram keppni 4 hringjum á eftir síðasta bíl og notaði Williams liðið tækifærið til að prófa dekkin.

Juan Pablo Montoya fór fram úr Michael Schumacher og tók forustuna í keppninni, hann sýndi alveg frábæran akstur og var að setja hraðasta hring. Michael Schumacher átti í nokkrum vandræðim með að hafa í við hann.
Þetta leit vel út fyrir Williams liði þar til á 39 hring þegar Jos Verstappen keyrir aftan á Montoya, þetta var nokkuð harkalegur árekstur og urðu þeir báðir að hætta keppni.

Michael Schumacher tók þá forustuna og David Coulthard var rétt á eftir. Á 45 hring fór að rigna og David Coulthard komst ekki strax inn til að skipta um dekk en M.Schumacher var snöggur að fara inn og skipta. Michael Schumacher missti stjórn á bílnum tvisvar í regninu, sem er óvenjulegt þar sem hann er talin besti bílstjórinn í rigningu. Við fyrsta óhapp M.Schumacher's nái David Coulthard að komast nær honum.

D.Coulthard náði að hringa Tarso Marques með því að fara innst í beygjuna og þvinga M.Schumacher til fara í ytri hluta beyjunar. Coulthard bremsaði frekar seint sem gaf honum færi á að komast fram úr M.Schumacher og þar með tók David Coulthard forustuna. Coulthard fór inn á viðgerðasvæðið og skipti um dekk, þá munaði litlu að M.Schumacher hefði komist fram fyrir, en svo var ekki og David Coulthard hélt forustunni. Stuttu seinna kom seinna óhapp M.Schumacher og fékk þá Coulthard færi á að lengja bilið á milli sín og Schumacher. David Coulthard sýndi afbragðs góðan akstur og virtist ekki láta álagið á sig fá.

David Coulthard vann keppnina, Michael Schumacher var annar og Nick Heidfeld kom inn þriðji fyrir Sauber liðið hring á eftir þeim Coulthard og Schumacher. Heidfeld græddi vel á ýmsum óhöppum sem áttu sér stað á brautinni.
Aðeins 10 bílar kláruðu keppnina af 22.

Svona leit staðan út eftir keppnina:

Bílstjórar: Lið:
01. David Coulthard McLaren-Mercedes (B)
02. Michael Schumacher Ferrari (B)
03. Nick Heidfeld Sauber-Petronas (B)
04. Olivier Panis BAR-Honda (B)
05. Jarno Trulli Jordan-Honda (B)
06. Giancarlo Fisichella Benetton-Renault (M)
07. Jacques Villeneuve BAR-Honda (B)
08. Jean Alesi Prost-Acer (M)
09. Tarso Marques European Minardi (M)
10. Jenson Button Benetton-Renault (M)

Duttu út:
Heinz-Harald Frentzen Jordan-Honda (B)
Kimi Raikkonen Sauber-Petronas (B)
Rubens Barrichello Ferrari (B)
Mika Hakkinen McLaren-Mercedes (B)
Gaston Mazzacane Prost-Acer (M)
Luciano Burti Jaguar-Cosworth (M)
Fernando Alonso European Minardi (M)
Jos Verstappen Arrows-Asiatech (B)
Eddie Irvine Jaguar-Cosworth (M)
Ralf Schumacher BMW.WilliamsF1 (M)
Juan-Pablo Montoya BMW.WilliamsF1 (M)
Enrique Bernoldi Arrows-Asiatech (B)


Það var gaman að sjá strákana fagna eftir þessa ótrúlegu keppni.
Michael Schumacher lét David Coulthard finna fyrir því með kampavíninu, hann hellti því yfir hann og innan á hann og David Coulthard reyndi að gera slíkt hið sama. Michael Schumacher var þó ekki ánægður með annað sætið en miða við það sem á undan hafði gengið þá sætti hann sig við það.
G