Mikið hefur verið verið rætt um mannaráðningarnar í Formúlunni að undanförnu, en nú í lok vikunnar virðist vera sem síðasta lausa ökumannssætið gangi ef fréttirnar um það að Felipe Massa sé að fara að skrifa undir samning við Jordan.
En ef það gengur eftir, þá eru ökumenn liðanna í ár þessir:

ATH!!! Aldur ökumanna miðaður við hversu gamlir þeir eru orðnir eða munu verða í ár, óháð því hvort ökumaðurinn er orðinn þetta gamall.

Ferrari
01 Michael Schumacher, 34 ára Þjóðverji [heimsmeistari 1994, 1995, 2000, 2001 og 2002]
02 Rubens Barrichello, 31 árs Brasilíumaður

Williams BMW
03 Juan Pablo Montoya, 28 ára Kólumbíumaður
04 Ralf Schumacher, 28 ára Þjóðverji

McLaren Mercedes
05 David Coulthard, 32 ára Breti
06 Kimi Räikkönen, 24 ára Finni

Renault
07 Jarno Trulli, 29 ára Ítali
08 Fernando Alonso, 22 ára Spánverji

Sauber Petronas
09 Nick Heidfeld, 26 ára Þjóðverji
10 Heinz-Harald Frentzen, 36 ára Þjóðverji

Jordan Ford
11 Giancarlo Fisichella, þrítugur Ítali
12 Felipe Massa, 25 ára Brasilíumaður [enn ekki formlega staðfest]

Jaguar Cosworth
14 Mark Webber, 27 ára Ástrali
15 Antonio Pizzonia, 23 ára Brasilíumaður [nýliði]

BAR Honda
16 Jacques Villeneuve, 32 ára Kanadamaður [heimsmeistari 1997]
17 Jenson Button, 23 ára Breti

Minardi Cosworth
18 Justin Wilson, 25 ára Breti [nýliði]
19 Jos Verstappen, 31 árs Hollendingur

Toyota
20 Olivier Panis, 37 ára Frakki
21 Christiano da Matta, þrítugur Brasilíumaður [nýliði]

Eins og örygglega öllum sem fylgst hafa með er kunnugt, þá var umsóknarbeiðni Arrows hafnað og er það nú í gjaldþrotaskiptum.

*Ekki formlega staðfest