þetta var á mbl.is
Barrichello skákaði Montoya naumlega
Rubens Barrichello náði besta tímanum á öðrum degi bílprófana keppnisliðanna í Formúlu-1 í Jerez á Spáni í dag en alls voru 17 ökuþórar að störfum fyrir níu lið af 11.
Setti það mark sitt á tilraunaaksturinn að brautin var rennblaut frá morgni til kvölds vegna mikillar úrkomu síðastliðna nótt og skúraveðurs í allan dag. Þornaði hún ekki fyrr en í kvöld er liðin voru að hætta akstri.
Óku ökuþórarnir á fullum regndekkjum fram að hádegi en eftir það á millidekkjum svokölluðum. Að sögn yfirvélfræðings Jordan kvörtuðu allir yfir slæmri rásfestu vegna bleytunnar og eins vegna skíts á brautunum.
Þó Barrichello næði besta tímanum var maður dagsins Juan Pablo Montoya hjá Williams sem var aðeins að aka bílnum annan daginn í röð eftir tveggja ára veru í bandaríska kappakstrinum. Ók hann á fullum regndekkjum vegna bleytunnar og þótti stjórn hans á bílnum eftirtektarverð.
Bestu brautartímar ökuþóranna voru annars sem hér segir, en á eftir tímanum er fjöldi ekinna hringja og aftast í sviga segir um hvaða dekk viðkomandi brúki, Bridgestone (B) eða Michelin (M):
1:34,60 (32) Rubens Barrichello, Ferrari (B)
1:34,81 (44) Juan Pablo Montoya, Williams-BMW (M)
1:34,85 (45) DavidCoulthard, McLaren-Mercedes (B)
1:34,93 (46) Jenson Button, Benetton-Renault (M)
1:34,98 (46) Ralf Schumacher, Williams-BMW (M)
1:35,00 (44) Eddie Irvine, Jagúar-Cosworth (M)
1:35,29 (47) Nick Heidfeld, Sauber-Petronas (B)
1:36,00 (47) Kimi Räikkonen, Sauber-Petronas (B)
1:36,16 (54) Luciano Burti, Jagúar-Cosworth (M)
1:36,29 (58) Olivier Panis, BAR-Honda (B)
1:36,99 (21) Marc Gene, Williams-BMW (M)
1:37,52 (43) Darren Manning, BAR-Honda (B)
1:37,59 (27) Alexander Wurz, McLaren-Mercedes (M)
1:38,20 (31) Pedro de la Rosa, Arrows-AMT (B)
1:38,68 (40) Ricardo Zonta, Jordan-Honda (B)
1:38,82 (9) Jarno Trulli, Jordan-Honda (B)
1:40,40 (12) Giancarlo Fisichella, Benetton-Renault (M)
Williams gamli klikkar ekki frekar en fyrri daginn í mannavali.