Formúlan í söluáhorf
Tilkynnt var í dag að þýska fjölmiðlafyrirtækið Kirch hefði keypt 16,74% hlut í EM.TV sem á helminginn í SLEC, en það fyrirtæki heldur utan um sjónvarpsréttin frá Formúlu eitt. Kirch er einn stærsti aðili á stafrænu sjónvarpsefni í Evrópu, en með þannig útsendingum geta áhorfendur keypt útsendingu frá þeim viðburðum eða efni sem þeir kjósa. Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er að með kaupunum fær Kirch 25% atkvæðahlutfall í stjórn EM.TV og eignast 49% af hlut EM.TV í Speed, en það heldur utan um hlut EM.TV í SLEC. Það er því ljóst að aðaláhugi Kirch er á sýningarrétti á Formúlu eitt, en fyrirtækið á einmitt réttinn í Þýskalandi, og þá að hefja stafrænar, fyrirframborgaðar útsendingar á stöð þeirra, Þremier TV. Viðbrögð hlutabréfamarkaða við fréttinni voru þó neikvæð í dag, en bréf EM.TV féllu niður í 11,6 evrur en á föstudag var gengið 16,2 evrur.