Eftirfarandi auglýsing er á vef Flugskóla Íslands:


B737 300-500 áritun.

Kennsla hefst 7. október 2002

Kennt er í þrjár vikur frá 9:00-16:00

Innifalið: Bóklegt og verklegt MCC, bóklegt námskeið og bækur, 48 klst. í flughermi með kennara

frá Braathens í Ósló Noregi, Hótel og bílaleigubíll í Ósló, 6 flugtök og lendingar á B737.

Miðað er við a.m.k. 4 nemendur sitji hvert námskeið.

Verð kr. 2.250.000,-

Ég var svona að pæla hvort að Flugskóli Íslands sé búinn að fá þennan hermi sem þeir hafa verið að bíða eftir síðan mitt ár 2000. Svo langaði mig að fá að vita hvernig gengur með kennsluna, og þá á ég við alla flugskóla sem eru að kenna, bæði til einkaflugmannspróf og vit atvinnu, sem er að vísu bara einn. Hvernig síðustu námskeið voru og hvernig nýtingin á vélunum hefur verið. Ég er búinn að sjá njólann nokkuð mikið á rampnum upp á síðkastið. Er ekkert að gera á honum? Og hvernig er þetta með nýja seminolinn sem átti að fara að kaupa.