Jæja, nú er ég búinn að vera að lesa fyrir próf í veðurfræðinni sem ég er að fara í á eftir og ég kunni þetta allt mjög vel svo ég var í raun bara að lesa það sem ég kunni aftur.
En eitt vefst fyrir mér og ég finn ómögulega, það eru veðurskilyrðin fyrir einkaflugmenn, þarf maður ekki annars að kunna það?
Mig minnir að það séu 1500' skýjahæð og 9999 skyggni en ég man það ómögulega, endilega skjóta svari á þetta ef þið eruð í stuði