Ég veit nú ekki svarið við þessu en held að þetta sé einfaldlega öryggisatriði. Að það sé ekki verið að setja rafmagn í hluti sem þurfa ekki að vera í gangi, það þýðir meira rafmagn í hluti sem þurfa að vera í gangi (mælar í cockpitti, lendingarljós o.s.frv.)
Svo er það líka sem aðrir eru búnir að benda á með til þess að fólk geti séð betur ef það komi fyrir að það þurfi að rýma vélina í nauð. Allir kannast nú við að augun þurfa að venjast mykrinu aðeins til að maður sjái almennilega í því, þetta er vegna þess.
Maður hefur nú líka heyrt að þetta rói suma eins og í lendingunum. Að fólk sé ekki að brasa eitthvað (lesa dagblöðin, spjalla.. ) sem það ætti ekki að vera að gera heldur bara sitja í sætinu og fylgjast með.
Nóg að pæla í.