Sorry copy/paste, en það er ágætt að láta greinina fylgja með líka, en þetta er greinin sem um ræðir:


Lufthansaþota krókaflaug til að forðast orrustuþotur
Flugmenn júmbótþotu frá þýska flugfélaginu Lufthansa urðu að grípa í stýrin og sveigja til og frá til að komast hjá árekstri við tvær bandarískar orrustuþotur rétt suður af Pakistan í fyrrakvöld, að sögn talsmanns flugfélagsins.

Þýska þotan var í farflugi í rúmlega 10 kílómetra hæð á leið frá Bangkok til Frankfurt með 308 farþega innanborðs er atvikið átti sér stað. Var hún þá á alþjóðlegu flugleiðsögusvæði en stefnumót hennar við bandarísku orrustuflugvélarnar átti sér stað um það leyti sem Bretar og Bandaríkjamenn hófu hernaðaraðgerðir gegn Afganistan á sunnudag.

Að sögn talsmanns Lufthansa stefndu orrustuþoturnar á farþegaþotuna. „Til allrar óhamingju var þotan okkar á svæðinu þegar árásirnar hófust,“ sagði hann. Eins og allar aðrar þotur Lufthansa var Boeing-þotan búin sjálfvirkum árekstrarvara sem dró athygli flugmannanna að hættunni og biður þá um að hækka flugið er annar fljúgandi hlutur er „óvenjulega” nærri. „Það var það sem gerðist í þetta sinn,“ bætti talsmaður Lufthansa við.

Flugmenn bandarísku bardagaflugvélanna settu sig í samband við flugmenn Lufthansaþotunnar til að ganga úr skugga um þar væri hin rétta flugvél á ferðinni. Þegar það lá fyrir „létu þeir sig hverfa og farþegaflugvélin gat haldið áfram ferðinni eins og ekkert hefði í skorist,” sagði talsmaðurinn.

Atvikið átti sér stað að næturlagi og hermt er að farþegar þýsku þotunnar ættu ekki að hafa orðið bandarísku flugvélanna varir. Fyrir þeim hefði krókaflug þotunnar litið út eins og flugvélin hefði lent í lítilsháttar ókyrrð. „Farþegunum var aldrei nein hætta búin," sagði talsmaðurinn og bætti því við að Lufthansa hefði fullan skilning á þeim eftirlitsráðstöfunum sem bandaríski flugherinn hefði gripið til í þessu tilviki.


Það sem ég er að pæla er, að í þessu tilfelli er verið að tala um ACAS/TCAS. Það þýðir í raun að Lufhansavélin hefur numið ratsjársvara bandarísku orustuþotnanna. Það sem mér finnst skrítið er að orustuþotur í stríði séu með kveikt á ratsjársvara (transponder). Er ég að rugla eitthvað, eða er einhver annar sem er sama sinnis