Þetta er ekki í fyrsta skipti sem talað hefur verið um að auka mikilvægi Akureyrarflugvallar í flugmálum landsmanna almennt.

Ég er enginn hagfræðingur (og enginn byggðastefnusinni heldur), en mér sýnist varla nokkur grundvöllur fyrir einhverjum “alþjóðaflugvelli” á Akureyri.

En það er annað mál, hér ætla ég ekki að spyrja um hvort slík stækkun yrði hagkvæm fjárhagslega, heldur hvort hún sé yfirleitt möguleg eða praktísk tæknilega séð.

Þó ég sé ekki flugmaður sjálfur, sýnist mér nefnilega að Akureyrarflugvöllur hafi enga möguleika á að verða eitthvað meira en hann er. Þarna er ein flugbraut, í botni langs fjarðar með snarbrött fjöll á hvora hlið. Ekki minnsti möguleiki að bæta við fleiri brautum þar sem eitthvað stærra en Cessna gæti lent.

Hvað segja flugmenn um þetta?
_______________________