Allt flug sem fer um BIRK getur hæglega komist fyrir á BIKF.

Þetta er fullyrðing sem stenst 100%, því BIKF getur svo sannarlega tekið við allri flugumferð sem fer um BIRK.
En er það heppilegt að flytja allt flug til BIKF, eiga litlar vélar og þotur heima saman, það verða einstaka sinnum slys þar sem litlar vélar lenda inn í vortexum eftir stærri vélar, í svona vortexum verða litlu vélarnar bara eins og leikfang í hendi barns og engin veit hvar eða hvernig leikfangið kemur niður.
Þess vegna mætti seigja að ekki eigi að blanda flugi lítilar og stóra véla meira en það er í dag við þessa helstu flugvelli landsins.

Svo má ekki geyma öllum þeim ferðalöngum sem fara um BIRK sem yrðu þá fyrst að koma sér til BIKF ef völlurinn færi allveg, en líklega myndi að fækka flugfarþegum innanlands og sennilega ganga af innanlands flugfélögunum dauðum, sem og líklega sport flugi á íslandi.

Því væri ráð að fara að berjast fyrir nýjum velli innan borgarmarkanna og ráðast sem fyrst í uppbyggingu hanns svo sport og kennsluflug meigi njóta sín í sátt við umhverfi sitt.
Þegar ákveðið hefur verið að reisa annan flugvöll innan borgarmarkanna þá fyrst er hægt að vænta þess að sportflug nái upp sínu besta formi upp úr þessari lægð sem það er í í dag.

Socata