Þetta er ritað vegna skoðanakannanar þar sem spurt er hvort réttur tími sé nú til að klára eða byrja flugnám í dag.
Auðvitað er rétt að klára það nám sem hafið er, en að fara að byrja að læra atvinnuflug núna er eitt af því heimskulegasta sem menn geta gert við peningana sína.
Allt í köku og klessu í flugbransanum og þau fáu störf sem bjóðast standa eðlilega þeim til boða sem hafa meiri þekkingu og reynslu en nýútskrifaðir flugmenn .
Nóg er af nýútskrifuðum flugmönnum í dag sem ekki hafa vinnu, auk þess morar allt af flugmönnum með reynslu sem sagt hefur verið upp og eðlilega þá fá þeir þau fáu störf sem eru í boði. Þetta er sama sagan út um allan heim ekki bara á Íslandi.
Ég veit satt að segja ekki hvað fólk er að hugsa sem byrjar í flugnámi í dag nema fólkið sem er í þessu sem áhugamáli og tekur einkaflugmanninn og lætur þar við sitja amk meðan ástandið er eins ömurlegt og núna.