Hæ, ég lenti ég þrælskemmtilegri lífsreynslu um daginn. Ég, mamma mín og pabbi vorum að koma frá London fyrir bara nokkrum dögum síðan og er það ekki frásögum færandi nema hvað að á leiðinni heim lentum við á sagaclass. Allaveganna þetta byrjar þannig að þegar það á að tékka inn lendum við á einhverju öðru borði heldur en Icelandair borði því að 2 borð fyrir svona marga var víst of lítið þannig okkur er vísað á eitthvað Air Lingus borð. Allt í lagi með það en það voru greinilega einhver mistök í gangi þannig að það hafði gleymst að láta okkur í vélina. Við vissum ekkert af því fyrr en þegar við áttum að boarda þá kallar hún upp, nöfn einhverja og þar á meðal okkar og þá upplýsir konan sem talaði í kallkerfið okkur um málið þá var geðveikt vesen að ná okkur saman. En að lokum nær hún því á öðrum bekk. Og við vorum alveg geðveikt furðulostinn. Annar bekkur… er það ekki sagaclass??? Við vildum ekki vera að gera okkur einhverjar vonir en þetta var samt frekar skrýtið því okkar miði var keyptur á sumarsmells-tilboði langt fram í tímann og því ekkert nema millistétt á ferðinni. Allaveganna svo kallar konann aftur í míkrófóninn og segir raðir 1-3, disabeld (er ekki alveg viss á íslenska orðinu gæti verið líkamlega hamlaðir?), fólk með börn og þeir sem halda að þeir þurfi meiri tíma en aðrir að koma sér fyrir fari í boarding. Og við löbbum að borðinu en þá fannst okkur frekar furðulegt að þá voru ALLIR: hraustir ungir menn og konur allir óþreyjufullir að vera fyrstir inní flugvélina sem bæ ðe vei fer ekkert fyrr en að allir eru komnir í hana. Og við löbbum svona ská í röðina og tölum við konuna og tekur hún okkur fyrir framan hitt fólkið. Þá leið mér eins og kóngi í smá stund. En jæja við setjumst inní vélina í aðra röð eins og stóð á nýja miðanum sem við höfðum fengið og eru þá engin venjuleg sæti svona sem eru svo þröng að maður fær verki í hnéin heldur stór sæti með fótskemlum og öllu ótrúlegt nokk. Þegar við erum sest koma svo allir hinir sem voru á almenna farrými og labba framhjá okkur, semsagt það er gengið inn um fremstu dyrnar þannig að allir labba fram hjá okkur, og vá maður… það er langt síðan að mér leið jafn illa því fyrirlitningin gagnvart okkur var rosaleg fólk horfði á okkur og meirað seigja heyrði ég einu sinni í einhverri afbrýðisamri mömmu seigja: Sjáiði lúxusinn á þeim. Og ég varð skelkaður, hvað ef að ég hafi verið að koma úr hjartaaðgerð eða eitthvað og þurfi að standa undir einhverju svona rugli. Þetta er fáránlegt. En jæja allt í lagi með það þá byrjum við að fá lúxusinn. Okkur er boðinn drykkur svona 7 sinnum áður en maturinn er borinn fram. Maður fær heita klúta til þess að fríska aðeins uppá sig. Svipað einsog þurrkurnar í matarpakkanum nema þær eru heitar og eru þúveist úr taui, einsog þvottapoki eiginlega nema ekki poki.
Við fáum svo matseðil! Þá leið mér eins og ég ætti villu á Arnarnesinu. Jesús, að fá að velja sér mat í flugvél, ég fékk mér einhverja sveppi í forrétt, lambalærissneiðar í aðalrétt og svo súkkulaðiköku í eftirrétt og skolaði öllu þessu niður með kóki sem var borið fram í glerglasi. Fyrsta sinn á ævi minni sem ég klára allan matinn í flugvélinni. Mér leið ótrúlega vel eftir matinn. Svo eru matarbakkarnir allt öðruvísi, miklu stærri og hnífapörin eru úr málmi en ekki úr svona plasti og þeim er pakkað inní tau-servíettu sem er síðan haldið upprúllaðri með svona Flugleiðateygju. Óþarfi hugsar fólk en þetta er munaður fynnst mér. Öllum er boðinn líkjör svo eftir matinn en þar sem ég er undir lögaldri var ég ekkert að spreyta mig á því. En það sem mér fannst einmitt fyndnast varðandi áfengið þá drakk enginn á sagaclassinum. En ég heyrði í frússtreruðum flugfreyjum vera að tala um það að það væru einhverjir bjánar afturí sem vildu blanda sjálf. Vá maður, þetta er íslensk menning. Eftir það verður maður voða lítið var við það að maður sé annarsstaðar í flugvélinni heldur en allir hinir. Ég meina vélin hrisstist alveg jafn mikið framí og afturí. En svo þegar fer að síga á seinni hlutann á ferðina og okkur er sagt að taka upp fótskemla og setja stólbök í rétta stillingu næ ég aðeins að dotta og við það fæ ég sennilega verstu hellu ævi minnar. En með því að blása með lokað nefið losna ég við hana. Við lendum á Keflavíkurflugvelli nokkurm mínútum á eftir áætlun og stígum út úr vélinni að sjálfsögðu á undan öllum hinum. Þegar maður steig úr flugvélinni og inn í ranann fann maður fyrir íslenska andrúmsloftinu og hugsaði þarna lauk skemmtilegustu flugferð ævi minnar!

Kveðja