Hæhæ

Ég lenti í því í dag að þurfa að sækja um að fá heimildina mína hækkaða. Bankinn jánkaði því og kvaðst ætla að hafa samband við mig þegar þetta væri komið í gegn.

Þetta hefur maður oft gert þegar þörf krefst og aldrei verið neitt vesen, hef verið með yfirdráttarheimild í rúm 3 ár og alltaf haldið henni stöðugri og greitt af henni reglulega.

En svo kemur að því að bankinn hringir í mig, einhver uptight kerling segir mér að eftir að hafa farið yfir yfirlitið mitt geti hún ekki hækkað heimildina, því ég eyði víst í hennar augum mikið af peningum í rugl.

Í fyrsta lagi hef ég aldrei verið á svörtum lista.
Í öðru lagi hef ég aldrei farið í vanskil.
Í þriðja lagi hef ég alltaf staðið við afborganir mínar hjá bankanum osfv.


Ég spyr, má bankinn í fyrsta lagi fara inn á yfirlitið mitt og skoða í hvað ég eyði peningum í, og í öðru lagi má hún dæma mig út frá því?

Kv
Einn órólegur.

Ef þetta er ólöglegt, getur einhver fundið fyrir mig plagg á netinu sem sýnir fram á það?