Góðan daginn ég er búinn að liggja frekar mikið yfir zeitgeist og því sem Peter Joseph er að segja að hægt sé að gera með góðri auðlindastjórnun og þekkingu.

Ef við á íslandi myndum hætta að nota peninga hérna innanlands og hætta að vinna vinnu sem er tilgangslaus t.d verslunarstörf og fjármálastörf þá mundi vera mjög mikið af frítíma sem við getum eitt í eithvað annað sem okkur langar að eiða tímanum í, Peter Joseph talar um að það séu um það bil 90% af störfum í heiminum sem þarf raunverulega ekkert að vinna og sé hægt að leggja niður eða skipta mannlega þættinum út fyrir vélar.

Ég er ekki hérna til þess að reyna að sannfæra ykkur um að við eigum að gera þetta en ég er ekki að sjá neina ókosti við þetta en ég er ekkert voðalega mikið fyrir það að mynda mér skoðun án þess að kinna mér báðar hliðar málsins þannig að mér langaði að byðja ykkur um að benda mér á ókostinna við það að leggja niður peninga hvaða kosti hefur þetta kerfi sem við lifum við í dag fram yfir kerfi þar sem allir hafa nóg af öllu því mikilvægasta og fólk þarf ekki að vinna tilgangslausa vinnu bara til þess að geta lifað.