Mig langar til að vita hvernig venjulegt fólk með venjuleg útgjöld í venjulegri vinnu fer af því að leigja húsnæði???
Bara skil það ekki!
Ég er í vinnu sem borgar mér sirka 100-120 þús í vasann á mánuði eftir skatt og allt það.
Ok hér er ég að leigja 27 fermetra íbúð á 30000 kall á mánuði(það er svart þannig ég fæ ekki húsaleigu bætur)
Þetta er náttúrulega pínulítið og ég er ekkert á leiðinni að fá fólk í heimsókn þannig að ég hef verið að skoða hvað er í boði og þessar auglísingar sem ég er að sjá vá ég er ekkert ap skilja að nokkur hafi efni á þessu!
55 ferm íbúð 60000 á mánuði
40 ferm 55000
40 ferm 45000
40 fermetrar er ekki stór íbúð og hrikalega er ég skrítinn að velja kannski búa einhverstaðar sem hefur smá stofu lítið herbergi til að sofa í kannksi lítinn eldhúskrók og sturtu en ef ég ætla að fara leifa mér þann munað þarf ég að borga fyrir það virðist lágmark 45000 kall á mánuði!
Nú veit ég að margt ungt fólk skuldar meira en ég og er í láglaunaðri vinnu svo ég spir hvernig fer þetta fólk að þessu?
Þarf ég að vinna lágmark 250-300 tíma í mánuði til að geta lifað eins og aðrir?
Skuldabréf 15000 (bíll)
Síðan hef ég heimild því miður sem ég ráðlegg engum að fá sér ég er 24 og er ennþá að borga fyrir heimsku 18 ára aldursins en hún er 200000 og reyni ég að lækka hana um 10000 á mánuði.
Það er viðhald á bílnum smurning, tryggingar, bensín og allt sem því fylgir.
Það er sjónvarp 2500 á mánuði ég hef ekki efni á að vera með sýn eða neitt af því!
Hiti,rafmagn og sími
Svo náttúrulega matur.

Ég veit bara að ég er ekkert að standa í skilum með þetta allt og hef ekki efni á að gera neitt og er orðinn blankur 5 dögum eftir útborgun!

Er þetta bara ég eða er einhver sammála mér?