Hugmyndir um að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil hafa verið uppi í um 50 ár, en samt ekkert gerst. Hvers vegna?

Kostir þess að ganga inní stærra efnahagssvæði eru ótvíræðir, við munum óhjákvæmilega græða meira á því að vera hluti af stærri heild en að hafa okkar eigið hagkerfi og allt það sem því fylgir.

Kostirnir eru til dæmis:

* Meiri stöðuleiki
* Meira aðhald
* Meira peningaflæði hingað
* Meira öryggi

Hugsanlegir ókostir væru til dæmis:

* Nauðsynlegt að ganga í EB (getur einnig verið kostur)
* Mikill stofnkostnaður

Til lengri tíma litið er ekkert vit í því að reyna að halda krónunni, því fyrr sem við föttum það því betra.
Fyrsta skrefið er auðvitað að mikil og góð umræða eigi sér stað, og að stjórnvöld geri ítarlega könnun á bæði kostum og göllum. Sem og efnahagslega úttekt á því hvað þjóðin græði/tapi til langs tíma.

Lítil eining eins og Ísland getur aldrei haldið úti sterku efnahagslífi til langs tíma, þess vegna er þetta lífsspurnsmál fyrir okkur sem þjóð að kanna og ræða þessi mál til þaula áður en mjög illa fer.

Þeir sem segja að við þetta sé fyrsta skrefið að því að glata sjálfstæðinu er rugl, það er meiri hætta á að þjóðin glati sjálfstæði sínu ef að þjóðin verði gjaldþrota vegna veiks gjaldmiðils.

Með von um góðar rökræður.

Falcon1
——————————