Ég hef sjálf átt Red Eared Slider og var með allt handa henni sem þurfti, þar á meðal 360 l. búr, stóra tunnudælu og sólbaðsaðstöðu. Hún var orðin ofboðslega stór og erfitt að halda á henni, en ég tók hana alltaf úr búrinu og setti í bala þegar hún fékk að borða til að spara búraþvott. Mín baka var sko engin alæta, hún vildi kjúkling, kattamat (100% kattamatardollurnar í dýraríkinu) eða skjaldbökumatinn sinn sem fæst þar einnig. Þegar ég fór að reikna þetta saman var þetta dágóður slatti.
svo þótt maður sé með öfluga dælu má ekki gleyma að það þarf samt að skipta reglulega um vatn, jafnvel á viku fresti því það safnast upp þvagsýra í búrinu sem fer illa í t.d. augun á dýrunum. Ekki myndir þú vilja vera að svamla um í vikugamla pissinu þínu?
Ég var reyndar komin með góða tækni við að skipta um vatn, en upphaflega bar ég alltaf vatnið í fötum og það var sko ekkert grín.
Ég ráðlegg þér að lesa þessa síðu:
http://invisionfree.com/forums/Happy_Turtles_Pub/á henni eru skjaldbökuelskendur úr öllum heiminum, mest er um Red Eared Sliders, sem er algengasta tegundin af bökum á Íslandi.
Þarna eru góð tips um hvað má og hvað á að gefa þeim, skemmtileg ráð um búr og margt margt fleira.
Ég hef séð allt of margar skjaldbökur í allt of litlum og skítugum búrum á Íslandi, það að fá sér skjaldböku er ekkert grín, uppsetningin kostar pening, umhirðan er mikil og fleira. Einnig getur maður ekki farið lengi frá dýrunum til að skella sér til útlanda t.d. þar sem ekki eru margir sem kunna eða jafnvel þora að hirða dýrin á meðan fyrir mann.