Ég á fisk sem heitir Guffi.
Þessi fiskur á langa sögu að baki sér og ég ætla að skrifa um ævi hans.

Þetta byrjaði allt árið 2000 þegar ég var að klára 3.bekk. Vinur minn, eða systir vinar míns átti tvo gullfiska.
Annar þeirra hét Guffi og ég man ekki hvað hinn hét.
Einn góðan veðurdag þegar ég var í heimsókn hjá vini mínum þá stökk Guffi, gullfiskurinn, uppúr búrinu sínu.
Mér brá rosalega þegar ég heyrði svona ‘skvabb’ hljóð en vinur minn brást skjótt við og tróð hendinni inní sokk og greip Guffa og setti hann aftur í búrið. Þetta var mjög skrítið atvik og ég gleymi því aldrei.

Svo eftir svona ár þá bauð systir vinar míns mér að eiga Guffa,fyrst að félagi hans, hinn fiskurinn væri dáinn. Guffi var þá 3 ára gamall. Ég átti þegar 2 aðra fiska og hringdi í mömmu til að spurja hvort það væri í lagi. Hún svaraði játandi.
Ég fór svo heim og með Guffa og setti hann í fiska búrið mitt og var rosalega ánægður.

Tíminn leið og Guffi stækkaði og fiskunum í búrinu fjölgaði…
Svo árið 2004 voru bara þrír fiskar eftir, ein riksuga og tveir gullfiskar, meðal annars Guffi.
Um þetta leiti byrjaði ég að taka eftir því að liturinn á Guffa fór að breytast og rauð-gullni liturinn fór að dofna. Ég varð rosalega forvitinn að komast að því hvað veldi þessu og skoðaði fiskamatinn sem ég hafði verið að gefa fiskunum.
Þá loksins fattaði ég að það stóð á fiskamatnum ‘makes fish change natural colors’.
Mér fannst þetta frekar skrítið en hélt samt áfram að gefa fiskunum þennan mat. Stuttu seinna var Guffi orðinn alveg hvít-silvraður og ekki neinn gullfiskur lengur.

Svo liðu tvö ár í viðbót og Guffi hélt áfram að stækka og var orðinn risa stórn og næstum 8 ára gamall. Svo fyrir ekki svo löngu síðan kom ég heim úr skólanum og hvorki mamma né pabbi voru heima.
Þegar ég kom inní herbergið mitt og sá að guffi hafði stokkið uppúr búrinu! Ég hélt fyrst að hann væri dáinn en þegar ég setti hann aftur ofan í vatnið byrjaði strax aftur að synda.
Þetta fannst mér mjög merkilegt útaf því hann gæti alveg eins verið búinn að lyggja þarna í margar mínotur.

Svo er hann ennþá lifandi í dag og er orðinn 8 ára gamall ;)

Ef það eru einhverjar stafsettningar villur bið ég ykkur um að afsaka það.
Heh, ókei.