Ok fyrst ég fór í gegnum öll þau vandræði að safna saman nýjum Kingdom Hearts upplýsingum þá datt mig í hug að deila þeim með ykkur.

Byrja á því að sýna ykkur sömu myndina og ég sýndi ykkur í fyrri þræðinum mínum nema í þetta sinn eru enskir textar.

http://www.khinsider.com/images/TokyoGameShow2007/fam.jpg

Svo í dag á Tokyo Game Show voru tilkynntir 3 nýjir titlar fyrir PSP, Nintendo DS og Farsíma (ó jess farsímar…)

1. Á PSP – Kingdom Hearts: Birth by Sleep
Hvað vitum við um þennan leik? Þetta er semsagt leikurinn sem leynimyndbandið í Kingdom Hearts II: Final Mix sýndi. Fjallar um þrjár keyblade hetjur; Terra (þessi dökkhærði), Ven (þessi ljóshærði sem lítur alveg eins út og Roxas) og Aqua (sem er bláhærða stelpan).
Sagt er að Xeahnort (vondi kagglinn í leik nr. 1 og 2) tengist þessum leik mikið og það undarlega er að Terra lítur nánast alveg eins og Xeahnort fyrir utan háralitinn, og augun eru alveg eins eftir að þau verða gul í endanum á myndbandinu.
En það sem flækir þetta er það að vondi gaurinn í myndbandinu hefur fengið nafn, og það er Master Xeahnort.
En eins og flestir ættu að vita þá fann Ansem The Wise hann Xeahnort yfirgefinn og minnislausan í Hollow Bastion og sagt er að það hafi gerst stuttu eftir eitthvað Keyblade War.
Sjá leynimyndbandið úr KH2:FM hér fyrir neðan.
http://www.youtube.com/watch?v=8wtQ_72JwIE

2. Á DS – Kingdom Hearts: 358/2 Days
Þessi leikur fjallar um ævintýri Roxas og Axel á meðan Roxas var í Organization XIII. Í trailerinum sem sýndur var á TGS var atriði þar sem allir Organaztion félagarnir afhjúpuðu member nr. XIV og það var hettuklædd stelpa.
Ekki er útskýrt hví leikurinn heitir 358/2 Days.

3. Á Farsímum – Kingdom Hearts: Coded
Flókin saga. Semsagt í trailerinum er sýnt endirinn á KH2 og svo Jiminy Cricket að lesa texta eftir sig sem hann man ekki eftir og textinn les: You need to return, to heal the wounds“. Þá fer hann til Mikka Mús og þá segir Mikki við hann að aðeins ”hann“ gæti leyst vandamálið.
Þá birtist allt í einu ”tölvugerður" Sora úr Kingdom Hearts 1 leiknum berjast undarlega og svo í Traverse Town þar sem hann hittir Mikka Mús (sjá á myndinni sem ég sýndi fyrir ofan).
Talið er að leikurinn heiti Coded vegna þess að þetta virðist vera einhverskonar Virtual heimur.

Spennandi much? :D