Eftir að hafa komist að því hérna að FF9 verður ekki gefinn út á PC varð ég mér úti um ps1 tölvu og leikinn og er núna búinn að vera að hanga í honum alla helgina.

Og nú langar mig aðeins að forvitnast um svolítið.
Þegar ég kommst loksins það langt í leiknum að ég gat farið að summona eidolon fannst mér alveg gífurlega þægilegt að öll summon senan var bara sýnd við fyrsta summon, síðan var bara sýnt frá lokahögginu. Þetta fannst mér alveg gífurlega gott þar sem það leiðinlegasta við FF8 var hvað summonin voru gríðarlega löng.

***spoiler***
En svo gerðist það að Dagger missti málið, og eftir það var byrjað að sýna summonin aftur í fullri lengd, mér til mikillar armæðu (Getur reyndar einstaka sinnum verið þægilegt þegar allir eru að drepast). Þetta virtist þó ekki gerast með summonin hennar Eiko, þau voru ennþá stutt og þægileg.

Er einhver leið til þess að stytta summonin aftur og ef svo er gætuð þið þá sagt mér hver hún er.

Og annað, hver er munurinn á Summon og Eidalon þegar Dagger er í trance? Hef margoft reynt að prófa það en það er búið að gerast í hvert einasta skipti síðan hún lærði að summona að hún fer í trance alveg í lok bardagans, þegar ég er löngu búinn að skipa hinum að gera.