Mér fannst þetta vera frekar áhugaverð könnun og það var ágætis vit í henni. Maður pældi bara aldri í því að stelpur hafa næstum aldrei verið í aðalhlutverkinu.
Mér fynnst það persónulega mjög góð hugmynd og væri til í að sjá FF leik þar sem stelpa er aðalpersónan.
En ég efast samt um að það verði gert, þar sem langstærstur hluti fólks sem spilar svona leiki eru strákar, og fynnst flestum mun skemmtilegra að leik þar sem “þeir” geta náð í einhverja flotta gellu. Ég ætla mér ekki að vera með neina vanvirðingu í garð kvenna hérna, en það er samt staðreynd (því miður) að strákar hafa allmennt mun meiri áhuga á ævintýraleikjum/bókum/spilum. Ég veit að það var engin tölvuleikjaspilun þar en mæting á síðasta fánismóti í spunaspili segir ýmislegt um þetta. Þar var bara ein stelpa, en eitthvað um 50 strákar, kannski meira, man ekki :-P

P.S. Það er reyndar ekki satt að stelpur hafi aldrei verið í aðalhlutverki í leikjunum. T.d. í FF2 var engin ein aðalpersóna (þarafleiðandi voru þær allar aðalpersónur) og var stelpa í hópnum. Og líka í FF6, þar var heldur engin ein persóna sem leikurinn fjallaði sérstaklega um, nema þá í byrjuninni, þá snérist allur leikurinn um Terru, sem var stelpa :-)