Jæja kominn tími á smá umræðuefni hér. Mig datt í hug að spyrja ykkur, langar ykkur t.d. að FF leikir eins og VII yrðu endurgerðir á PS3 eða eitthvað ?
Persónulega væri ég alveg til í það eftir að hafa spilað Dirge of Cerberus og sérstaklega séð endirinn því þá fær maður að sjá svolítið af Final Fantasy VII heiminum nema bara endurgerðann og mér fannst það vera svo glæsilegt eitthvað að ég vil alveg geðveikt mikið fá að sjá leikinn endurgerðann með alveg eins gameplay og er í leiknum sjálfum nema bara mun betri grafík og hljóð og öll sama tónlist nema bara endurgerð…

Jújú að sjálfsögðu veit ég af sumum einstaklingum hér sem vilja láta leikinn vera í friði eins og er, en það eina sem ég vil er endurgerð, ekkert meir!…:P
(Hefði alveg eins mátt sleppa Compilation of FF7 dæminu, nema kannski Crisis Core og Advent Children…Eða veit ekki persónulega hehe…)

Bætt við 29. desember 2006 - 19:49
…Aðal spurningin er hinsvegar Hvað finnst þér ? ;)