Final Fantasy 6, 7, 8, 9 og 10 eru bestu leikir sem ég hef leikið. Ég hef aldrei leikið 1, 2, 3, 4 og 5 en vinur minn ætlar að redda mér. Mat mitt á þessum leikjum er þetta:
FF6: VIRKILEGA léleg grafík! Frábær söguþráður og Kefka algjör snilld! Ég elska karaktera sem maður getur hlegið af! ('There's sand on my boots!') AHAHAAA!!
FF7: Grafíkin er ógeðslega léleg en allavega betri en í FF6. Söguþráðurinn frábær og karakterarnir ógeðslega cool! Samt dálítið mikið búhú….Aeris deyr og svo framveigis…Að mínu mati er Tifa leiðinlegasti karakterinn í sögu Final Fantasy og mér er alveg sama hvað þú segir! Hún grenjar meira en Aeris í þessum leik!!
FF8: Snilldar leikur!! Draw, Junction, Card! Ógeðslega gaman og ógeðslega flókið! Flott grafík miðað við að þessi leikur er gerður í PS1.
FF9: Góður leikur en….mér finnst karakterarnir vera með allt of stórann haus! Þessi leikur minnir mig dálítið á teiknimyndir….eins og Dexter….Kuja er samt ekki pure evil og það sukkar. Hann eða…réttara sagt hún ætti að vera aðeins líkari Sephiroth í sambandi við hugarfarið (Kuja átti að vera kona, því var breytt).
FF10: Eftir að hafa spilað þennan leik get ég ekki beðið eftir næsta! Mér fannst samt eins og hægt væri að finna betri leikraddir. Yuna var svo leiðinleg að ég gæti ælt! Auron er samt geðveikt cool og Tidus….haha! Vinkona mín varð hrifin af honum! Hann er nú samt dálítið sætur…. Hann er fullkomni maðurinn og hann er ekki til! Grafíkin var frábær og mér fannst geðveikt að við getum nú stjórnað Aeonunum fullkomlega! Samt finnst mér dálítið leiðinlegt að það sé ekkert chocobo mini game. Mér fannst chocobo skemmtilegastur í FF9.
Þetta er mitt mat! Mér finnst Squall alveg eiðilagður þegar Rinoa kom til sögunnar. Mér líkaði best þegar hann var algjör loner og ekkert væmið snerist í kringum hann. Zidane ætti aðeins að stjórna hormónunum! Aldrei fara eftir hans fordæmi strákar! Við stelpurnar löðumst ekki að stælum og pirrandi strákum sem hugsa bara um tippið á sér. Cloud var ekki cool. Hárið á honum var hörmulegt og fötin enn verri. Samt bætti sverðið hans það einhvernveginn upp. Tidus ætti aðeins að setjast niður og slappa af til að fá ekki hjartaáfall! Hann er svo spenntur! Svo er þá náttúrulega FF6 persónurnar….hver er aðalkarekterinn? Ég fatta það bara ekki! Samt finnst mér frábært að kvenkarakterarnir matcha alveg í poweri og karlkarekterarnir. Þær eru alltaf algjörir aumingjar í hinum leikjunum. Alltaf white mage og búhú… Núna finnst mér ég farin að hvarta of mikið. Ekki samt dæma mig alveg strax! Verið nú góð við mig!