Final Fantasy IX Gagnrýni Ég er í skólanum og hef ekkert betra að gera, þannig að ég ætla mér að gera gagnrýni af Final Fantasy IX.




Kynning:
Final Fantasy IX (9) er frekar umdeildur af aðdáendum seríunar. Hann var seinasti leikurinn sem kom í playstation 1 tölvuna og voru tvær kenningar um það.
Sú jákvæða hljómaði þannig að þar sem þetta yrði seinasti frumsamdi Final Fantasy leikurinn á þessa tölvu, þá ætti hann að verða svona seinasta kveðja. “Go out with a bang”. Að Square Soft hafi lagt allt sitt í að gefa gömlu Playstation sem besta kveðjustund, á meðan serían myndi færa sig upp í öflugra kerfi.
Hin neikvæða gengur að vísu út á að Fantasy 9 væri aðeins fljótgert verkefni til þess að afla fjár fyrir næsta leik sem kæmi á PS2 í fyrsta sinn. Þannig að leikurinn yðri gerður í flíti og litlar sem engar áhættur teknar til þess að hafa sem breiðastan markaðshóp til að afla fjár.




Grafík:
Eins og fyrr var nefnt var þessi leikur gerður rétt fyrir komu PS2 þannig að grafík staðallinn var orðinn töluvert hærri en í fyrri leikjunum. Það sést þónokkur munur á þessum leik og forvera hans (Final Fantasy VIII). Sérstaklega hvað varðar aðalpersónur og óvini.
Umhverfið er oft á tímum Pre-Rendered en það sem er interactive í þrívídd er í mjög góðri upplausn og alveg drop dead gorgeous á tímum.

Stíllinn er ekki beint Anime, en mjög Anime skotin, umhverfið og persónurar eru frekar teiknimyndalegar og ofboðslega krúttlegar. Lítil miðalda sveitaþorp upp í stórar tignalegar borgir eru fallega teiknaðar og animate´aðar.

Aðalpersónur eru díteilaðar og vel gerðar. Útlitið samsvarar persónuleikanum á freka stereótýpískan hátt, á meðan aukapersónur fá ekki alveg sömu vinnu. Margar aukapersónur sem skipta engu máli, eru oft frekar grófar, kemur jafnvel fyrir að maður veit í raun ekki alveg hvort maður sé að tala við mörgæs í jakkafötum eða eitthvað annað. (aðalsfólkið eru yfirleitt einhverskonar dýr).

Grafíkin skiptist í tvennt í þessum leik. Í “In-Game” Grafík og “Full Motion Video” eða “FMV” Grafík.
Grafík leiksins í spilun er sú sem ég útskýrði hérna ofar, á meðan FMV grafíkin eru myndböndin, sem leikurinn er sneisafullur af. Það er ekki mikill munur að sjá í fyrstu á grafík myndbandana á milli Final Fantasy 8 og Final Fantasy 9, en þegar þau eru stúderuð, sést það augljóslega að allir díteilar og þá sérstaklega umhverfi er pússað töluvert í síðarnefndum leik. Ský, þoka, og mest allur bakgrunnur er mun skýrari en í forvera hans og er á hæsta grafíkstaðli síns tíma

9/10





Tónlist:
Þessi leikur var gerðr á þeim tíma þar sem tónlistarmaður Square Eenix var upp á sitt besta. Lögin eru vægast sagt alveg einstaklega góð. Umdeilanlega besta soundtrack sem komið hefur í tölvuleik.
Fallegar einfaldar kassagítars, píanó og fiðlu melódíur í litlum krúttlegum sveitaþorpum upp á adrenalín fyllt bardaga lög, að ógelymdum mjög creepy endakalla lögum.
Magnið af lögum sem er samið fyrir þennan leik er ótrúlegt (um 100 talsins)og hvert öðru betra. Enda er það engin furða að Nobuo Uematsu, er stórstjarna í heimalandi sínu, þótt víðar væri leitað. Hann er með persónulega sinfoníu sem hann túrar með af soundtrackinu á hverjum leik sem hann gerir, líkt og Rockstjarna.

Helsti mínusinn við hljóðið er að það mætti bæta við fjölbreytni í venjulegu bardaglögin, því maður eyðir það miklum tíma í bardögum og fær fljót leið á sama laginu endalaust. Þetta hefur hrjáð seríuna lengi. Sem er furðulegt miðað við ofboslegt magn af lögum sem samin eru fyrir hvern leik.
Lögin sem standa hvað mest uppúr eru án efa:

The Place I will Return To Someday,
Border Village Dali,
Crossing those Hills,
Song of Memories,
Immoral Melody,
A Face Unforgotten,
Loss Of Me,
Your Not Alone!,
Melodies of Life

Svona til að nefna nokkur

10/10



Gameplay:
Spilun leiksins er eins klassísk og hún gerist. Ekkert voðalega nýtt bætt við hlutverkaleikjasenuna. Það eru 4 leikmenn sem geta verið inná í einu, sem er öðruvísi frá seinustu tvem leikjum, þar sem aðeins 3 gátu barist í einu. Það er notað við Level kerfið. Berst við óvini, færð reynslu af því (XP) og verður sterkari fyrir vikið, þegar þú ert búin að ná ákveðið mikið af reynslu.
Bardagarnir eru Active Time Turn Based, sem er Turn Based (leikmenn skiptast á að gera) upp að visu magni.
Persónurnar eru misfljótar að fá að gera, eftir “Speed” töluni þeirra, sem hækkar þegar hún styrkist og fær þá að gera sitt “turn”. Þannig að leikmenn þurfa að vera frekar fljótir að hugsa.
Skill kerfið er aftur komið í fullt fjör hérna. Vopnin og brynjurnar geta kennt persónunum einhverja “skilla” eða eiginleika, sem þeir læra smátt og smátt utan að í bardögum og geta svo fengið sér betra vopn eða brynju og lært skillana, sem þau hafa upp á að bjóða.

Þegar leikmenn eru ekki í bardaga spilast leikurinn eins og hefðbundin hlutverkaleikur. Maður fær stjórn á Zidane sem þarf að hlaupa útum gjörvalla Gaiu (heimin sem leikurinn gerist í) í sínu epíska ævintýri í að stöðva hinu illu Queen Brahne í að ná stjórn á heiminum.

8/10





Saga:
Sagan er sögð í 4 mismunandi frásagnarformum.
Aðalega er hún sýnd í spilun, þegar maður hleypur um bæi og borgar og talar við hina og þessa. Mikið er um það að maður missir stjórn á persónunum sínum og það eru langar samræður þeirra á milli, eða við aðra og það er bara hlutur sem maður verður að venjast þegar maður spilar leiki eins og Final Fantasy, sem leggja það ofbosðegla mikið uppúr sögunni og frásögn hennar.
Svo er hún sögð í nýjum featus sem kallast “Active Time Event”, sem gengur þannig fyrir sig að þegar eitthvað annað mikilvægt er að gerast í heiminum á sama tíma poppar upp ATE gluggi og þá getur maður ýtt á start og séð hvað er að gerast hjá einhverjum öðrum persónum hvaðan sem er í heiminum á sama tíma.
Svo eru að sjálfsögðu Bardagarnir sem er sér Mode, þar sem skjárinn verður svartur og svo kemur upp staðurinn þar sem bardagin mun eiga sér stað og allt annað hverfur á meðan.
Og svo seinast en ekki síst eru það hin ótrúlegu FMV myndbönd sem eru algert augnayndi.


Sagan segir frá Zidane sem er auðvirðulegur þjófur sem kemur á Loftskipi til borgarinnar Alexandria, með þjófagengin sínu “Tantalus” undir forrystu Baku, til þess að ræna prinsessu borgarinar “Garnet Til Alexandros”, útaf ófrásögðum ástæðum.
Einnig í borginni er litill andlitslaus snáði sem heitir Vivi, sem er komin til að sjá leiksýninguna víðfrægu “I want to be your Canary” sem er sett á svið af farandsloftskipi frá Lindblum.
Ekki virðist þó allt vera með felldu því að Garnet ákveður að fara sjálfviljug með mannræningjunum hjartahlýju en þegar á leiðarenda kemur, vakna aðeins upp fleiri spurningar.
Inn í söguna fléttast svo tortrygginn riddari, sísvöng hvorugkyns vera, prinsessa með duldna fortíð, hryggbrotinn geit, óstyrkur töfrasnáði, ástsjúk smástelpa, áttaviltir mooglar á ferðalagi, klón frá öðrum plánetum og endalaust fleiri ógleymanlegar persónur.


Sagan virðist hljóma eins og hið týpíska prinsessu ævintýri, en það þróast út í eina af mest Epísku sögum sem tölvuleikjamarkaðurinn hefur framleitt. Ótrúlega vel leikstýrð og framsett, enda ekki annað við hæfi við sögu sem þessa. Sjálfstæði persónana hefur aldrei verið meiri. Mun meiri ádeila á milli þeirra og oft splittast þau alveg upp og hver er bara á sínu ævintýri sem maður skiptist á að spila sem kemur að sjálfsögu allt saman aftur.

Aðstæður og umgjörð er gjörsamlega meistaralega vel gerðar, með umdeilanlega bestu tónlist sem komið hefur í tölvuleik til þess að hjálpa manni að lifa sig inn í hverja senu á eftir annari, þangað til manni er farið að þykja virkilega vænt um hverja einustu persónu. Sérstaklega eru það þá Dagger, Vivi og Zidane sem ná sterkustu tengslum, en ég býst við að það sé álitamál.

10/10